• Um Terra

  Um Terra

  Terra, áður Gámaþjónustan, var stofnuð árið 1983 og hóf starfsemi árið eftir. Starfsemin í dag er mun víðtækari en gámaþjónusta, hefur þróast og vaxið með nýjum verkefnum og starfsmenn orðnir um 250 talsins. 

  Við þjónustum heimili og fyrirtæki um allt land með sorphirðu og söfnun endurvinnsluefna. Við sækjum efnin og komum þeim þangað sem þau gera mest gagn. Þannig stuðlum við að því að efnin fái það framhaldslíf sem þau eiga skilið. Við hvetjum til flokkunar og veitum þá ráðgjöf sem þarf til að auðvelda ferlið.

  Nafnið Terra er latneskt heiti jarðargyðjunnar og eitt af nöfnum jarðarinnar, en okkar starf snýr að bættri umgengni við hana. Nýtt merki félagsins byggir á hringformi sem vísar til jarðarinnar, en einnig birtist í merkinu spírað fræ, tákn sjálfbærni og endurnýjunar til framtíðar.


  Hvað þýðir „Skiljum ekkert eftir“?
  Terra hefur metnað fyrir því að skilja ekkert eftir og við viljum hvetja og auðvelda Íslendingum að takast á við þá áskorun. Að skilja ekkert eftir er okkar þýðing á hugtakinu „Zero Waste“ og lýsir vel markmiðum okkar í endurvinnslu og meðhöndlun úrgangs. Við viljum að flokkun sé einföld og sjálfsögð og hvetjum til minni notkunar á umbúðum og efnum sem þarfnast sérstakrar meðhöndlunar. Við viljum hjálpa til við að bæta umgengni okkar við jörðina og bjóðum fyrirtækjum, sveitarfélögum og heimilum víðtæka umhverfisþjónustu.