Vörunúmer

Meginstarfsemi Terra Efnaeyðing  felst í móttöku spilliefna.

Fyrirtækið sérhæfir sig í flutningi, meðhöndlun og frágangi á spilliefnum til endurnýtingar, endurvinnslu eða eyðingar.

Terra Efnaeyðing  vinnur skv. reglum gæðastaðalsins ISO 9001 og er eini sérhæfði aðilinn í móttöku spilliefna á Íslandi.

 

 

Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði*

Athugið: Afhending á sóttum vörum í vefverslun fer fram í Hringhellu 6, 221 Hafnarfirði*

Þessi vara er ekki til, vinsamlegast hafið samband við fá nánari upplýsingar um hvenær varan er væntanleg aftur.
Móttaka spilliefna
Móttaka spilliefna

Nánari lýsing

Kjarnastarfsemi.
Meginstarfsemi Terra Efnaeyðing  felst í móttöku spilliefna. Fyrirtækið sérhæfir sig í flutningi, meðhöndlun og frágangi á spilliefnum til endurnýtingar, endurvinnslu eða eyðingar. Terra Efnaeyðing  vinnur skv. reglum gæðastaðalsins ISO 9001 og er eini sérhæfði aðilinn í móttöku spilliefna á Íslandi. Terra Efnaeyðing  vinnur einnig skv. umhverfisstjórnunarkerfinu ISO 14001.


Reglur.
Löggjöf um spilliefni var fyrst samþykkt á Alþingi árið 1996 og er markmið laganna að koma í veg fyrir mengun af völdum spilliefna á landi, í vatni eða í sjó, með því að skapa hagræn skilyrði fyrir söfnun, meðhöndlun og viðunandi endurnýtingu eða eyðingu þeirra. Lög þessi voru síðar endurskoðuð og gildissvið þeirra breikkað og heita nú lög um úrvinnslugjald nr. 162/2002. Samkvæmt lögunum er svokallað úrvinnslugjald lagt á vörur sem innihalda efni er geta verið skaðleg umhverfi eða mönnum. Gjaldið rennur í Úrvinnslusjóð og er ætlað til að greiða fyrir söfnun spilliefna og rétta meðhöndlun þar til bærra aðila á þeim.


Gjöld.
Flest spilliefni bera úrvinnslugjald sem leggst á þau við innflutning eða við framleiðslu innanlands. Þannig verður úrvinnslugjaldið hluti af vöruverði þeirra vara sem innihalda spilliefnin. Þess vegna geta handhafar spilliefna (úrgangshafar) skilað þeim sér að kostnaðarlausu á söfnunarstöðvar sveitarfélaga eða beint inn á móttökustöðvar þjónustuaðila spilliefna. Nokkur tilvik eru um spilliefni sem ekki bera úrvinnslugjald og leggja þjónustuaðilar spilliefna (eins og Terra Efnaeyðing ) á eigin móttökugjöld í þeim tilvikum. Slík móttökugjöld eru nær eingöngu greidd af sveitarfélögum vegna skila þeirra á spilliefnum til Terra Efnaeyðing eða af fyrirtækjum sem vegna starfsemi sinnar höndla með slík efni. Hér má sjá gjaldskrá Terra Efnaeyðing .
Frágangur og skil spilliefna.


Það er afar mikilvægt að úrgangshafi veiti réttar og nákvæmar upplýsingar um hvaða efni hann er að skila inn til förgunar svo að starfsmenn Terra Efnaeyðing  geti flokkað þau í réttan flokk og valið rétta eyðingaraðferð. Val umbúða og frágangur hefur áhrif á kostnað við eyðingu efnanna. Úrgangshafa ber að gefa skriflegar upplýsingar um þau efni sem hann óskar eftir eyðingu á. Hann er ábyrgur fyrir því að veittar upplýsingar séu réttar. Rangar og ófullnægjandi upplýsingar geta valdið slysum og aukakostnaði fyrir þann aðila sem kemur með efnið til eyðingar. Réttar upplýsingar eru einnig mikilvægar til að unnt sé að skera úr um hvort efnin falli undir greiðsluskyldu Úrvinnslusjóðs eða ekki.


Umbúðir um spilliefni.
Spilliefni í litlu magni er best að senda til Terra Efnaeyðing  í upprunalegum umbúðum. Ef aðrar umbúðir eru notaðar er nauðsynlegt að merkja þær með efnaheiti. Tómar umbúðir undan olíumálningu, ryðvarnarefnum og þess háttar, ásamt notuðum olíu-, eldsneytis- og loftsíum má setja í járn- eða plasttunnur með spenniloki. Terra Efnaeyðing útvegar viðurkenndar umbúðir og ílát fyrir spilliefni.