7 leiðir fyrir fyrirtæki til að skilja ekkert eftir:
  • Notum umhverfisvænar vörur í starfsemina
  • Lágmörkum notkun á einnota vörum
  • Flokkum allan úrgang sem fellur til í starfseminni
  • Verum með viðeigandi flokkunarílát sem eru vel merkt sem auðveldar starfsfólki og viðskiptavinum að flokka rétt
  • Hafa sér ílát fyrir matarleifar og annað sem fellur til við eldamennsku
  • Virkjum starfsfólkið og gefum þeim kost á að fræðast um mikilvægi ofangreindra þátta

Flokkunarlausnir Terra - henta nær öllum fyrirtækjum:
  • Bylgjupappi : Úr endurunnum bylgjupappa er hægt að búa til nýjan bylgjupappa. Þess vegna er mikilvægt að halda því aðskildu frá öðru endurvinnsluefni. Sjá leiðbeiningar hér
  • Pappír og pappi : Allur pappír og aðrar vörur úr pappa öðrum en bylgjupappa. Sjá leiðbeiningar hér
  • Plastumbúðir og málmar: Allar umbúðir úr plasti, mikilvægt er að búið sé að hreinsa alla matarafganga úr plastumbúðunum. Sjá leiðbeiningar hér
  • Lífrænn úrgangur : Matarleifar, kaffifilterar, tannstönglar (ekki úr plasti), munnþurrkur og fleira. Sjá leiðbeiningar hér
Vel merkt flokkunarílát spila lykilhlutverk þegar kemur að árangri í flokkun á vinnustöðum.
Hér eru myndræn dæmi um flokkunarmerkingar á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku:
Hvað svo?

Allur bylgjupappi, pappír og málmar sem við söfnum fer í endurvinnslu.  Pappi og pappír er sendur úr landi til endurvinnslu. Málmar fara til endurvinnslufyrirtækja hér á landi.

Við sendum plastfilmuna til Hollands þar sem frekari flokkun fer fram og síðan endurvinnsla aftur í plastefni.  Það eru síðan margir flokkar af öðru umbúðaplasti, t.d. plastpokum, smærri plastfilmu, plastbökkum, samsettri plastfilmu (t.d. áleggsbréf), skyrdósum, stórum og litlum plastflöskum og brúsum, sem við tökum saman í einn flokk.

Þetta plast er núna sent til Þýskalands þar sem það fer í nánari flokkun.  Meirihluti af plastinu er endurunnið, en hluti þess er ekki nothæft til endurvinnslu, t.d. vegna óhreininda eða samsetningu umbúða.  Það plast sem ekki er hæft til endurvinnslu, fer til orkuvinnslu. Þannig nýtist efnið til að búa til hita í stað annarra orkugjafa.