Fara í efni  
Terra - Skiljum ekkert eftir
  • Fyrirtæki
    • Söfnun endurvinnsluefna og úrgangs
    • Gámar, tunnur og kör
      • Djúpgámar
      • Framhlaðningsgámar
      • Krókgámar
      • Pressugámar
      • Geymslugámar
      • Tunnur
    • Spilliefni og raftæki
    • Flokkunarleiðbeiningar og úrgangsflokkar
    • Stafræn úrgangsstjórnun
    • Byggingarúrgangur
    • Spurt og svarað
  • Heimili
    • Endurvinnslutunnan
    • Flokkunarleiðbeiningar
    • Leiga á gámum og tunnum
      • Geymslugámar
      • Krókgámar
      • Risapokinn (1 tonn)
      • Risapokinn (1,5 tonn)
    • Greinar og fróðleikur
      • Hvar enda þín raftæki?
      • Af hverju ætti ég að flokka úrgang
      • Listin að flokka landbúnaðarplast
      • Endurvinnum rafhlöður
      • Leiðbeiningar um heimajarðgerð
    • Húsfélög
    • Spurt & svarað
  • Vörulisti
  • Um Terra umhverfisþjónustu
    • Fyrirtækið
    • Þettbýlisstaðir og endurvinnslustöðvar
      • Norðurland
      • Suðurland
      • Suðurnes
      • Vesturland
    • Starfsstöðvar
      • Terra Efnaeyðing
      • Terra Einingar
      • Vesturland
        • Vörulisti
        • Móttökustöðvar
        • Sorphirðudagatöl
        • Fréttayfirlit
        • Opnunartími og tengiliðir
        • Kynningarefni og bæklingar
      • Norðvesturland
        • Vörulisti
        • Móttökustöðvar
        • Sorphirðudagatöl
        • Opnunartími og tengiliðir
        • Kynningarefni og bæklingar
      • Norðurland
        • Vörulisti
        • Móttökustöðvar
        • Sorphirðudagatöl
        • Fréttayfirlit
        • Opnunartími og tengiliðir
        • Kynningarefni og bæklingar
      • Austurland
        • Vörulisti
        • Terra þjónustar Alcoa
        • Hvað getum við gert?
        • ISO 14001 umhverfisvottun
        • Tengiliðir
      • Höfuðborgarsvæðið
        • Vörulisti
        • Opnunartími og símanúmer
        • Sorphirðudagatöl
    • Tengiliðir
    • Vottanir
    • Stefnur
    • Skilmálar
    • Atvinna - linkur á Alfreð
    • Hvað verður um úrganginn?
  • 535 2500
  • Fréttir
  • Hafa samband
  • Mínar síður
Forsíða / Fyrirtæki / Flokkunarleiðbeiningar og úrgangsflokkar

Flokkunarhandbók

Þegar kemur að flokkun í fyrirtækjum og stofnunum er mikilvægt að allir starfsmenn þekki leikreglurnar svo að hámarksárangur náist í flokkun. Hér verður farið yfir flokkunarleiðbeiningar fyrir hvern og einn flokk! Athugið að flokkunarhandbókin gerir ráð fyrir að allir flokkar séu flokkaðir sérstaklega, sérsöfnun á hverju efni. Allar aðrar útfærslur þarf að útfæra með viðskiptastjóra.

Markmiðið er að hækka endurvinnsluhlutfall, þ.e að hækka hlutfall efna til endurvinnslu/endurnýtingu og minnka hlutfall efna til urðunar.

Algengustu flokkar fyrirtækja

Bylgjupappi

Bylgjupappi er verðmætt endurvinnsluefni og því er mikilvægt að halda því aðskildu frá blönduðum pappa og pappír ef kostur er á. Sjá leiðbeiningar hér

Leiðbeiningar um flokkun á
bylgjupappa

Þeir flokkar sem mega fara með bylgjupappa

  • Pappakassar
  • Pizzakassar

Til athugunar við flokkun

Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er mikilvægt að aðskilja bylgjupappa frá blönduðum pappír og pappa.

Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500

Prentvæn útgáfa

Gler

Allt gler og allar glerumbúðir. Mikilvægt er að búið sé að hreinsa alla matarafganga úr glerinu. Sjá leiðbeiningar hér

Leiðbeiningar um flokkun á
gleri

Til athugunar við flokkun

Mikilvægt er að glerið sé án matarleifa og aðskotahluta s.s. málm- eða plastlokum.

Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500

Þeir flokkar sem mega fara með hreinu gleri

  • Gluggagler
  • Glerumbúðir
  • Krukkur (takið málmlok af)
  • Blómapottar
  • Glerflöskur
  • Ilmvatnsglös
  • Speglar
  • Keramik
  • Leirtau

Prentvæn útgáfa

 

 

Glær plastfilma

Glærri plastfilmu skal safnað í sérstaka troðslupoka sem gott er að geyma á grind. Sjá leiðbeiningar hér

Leiðbeiningar um flokkun á
glærri plastfilmu

Glærri plastfilmu skal safnað í sérstaka troðslupoka sem gott er að geyma á grind. Athugið að eingöngu glær plastfilma skal fara með í þessa poka.

  • Glær plastfilma

Til athugunar við flokkun

Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er mikilvægt að blanda ekki öðru plasti saman við glæra plastfilmu.

Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500

Prentvæn útgáfa

Lituð plastfilma

Litaðri plastfilmu skal safnað í sérstaka troðslupoka sem gott er að geyma á grind. Sjá leiðbeiningar hér

Leiðbeiningar um flokkun á
litaðri plastfilmu

Litaðri plastfilmu skal safnað í sérstaka troðslupoka sem gott er að geyma á grind. Athugið að eingöngu lituð plastfilma skal fara með í þessa poka.

  • Lituð plastfilma

Til athugunar við flokkun

Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er mikilvægt að blanda ekki öðru plasti samanvið glæra plastfilmu.

Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500

Prentvæn útgáfa

Línsöfnun í samstarfið við Rauða Krossinn

Sængur og sængurver, koddar og koddaver, lök, dúkar, sængurver, tuskur, sloppar og handklæði. Sjá leiðbeiningar hér

Leiðbeiningar um flokkun á líni í samstarfi við Rauða Krossinn

Allt hreint lín má setja í línsöfnun Rauða krossins

  • Sængur og sængurver
  • Koddar og koddaver
  • Lök
  • Dúkar
  • Tuskur
  • Sloppar
  • Handklæði

    og fl.

Til athugunar við flokkun

Til að efnið nýtist sem best er mikilvægt að það sé hreint, ekki er um að ræða fatnað, hlífðarbúnað eða skó.

Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500

Prentvæn útgáfa

Matarleifar

Matarleifar, kaffifilterar, tannstönglar (ekki úr plasti), munnþurrkur og fleira. Sjá leiðbeiningar hér

Leiðbeiningar um flokkun á
matarleifum

Þeir flokkar sem mega fara með matarleifum

  • Ávextir og ávaxtahýði
  • Grænmeti og grænmetishýði
  • Egg og eggjaskurn
  • Eldaðir kjöt- og fiskafgangar
  • Tepokar
  • Tannstönglar úr tré
  • Kaffikorgur

Til athugunar við flokkun

Setjið ekki plast, málma, gler eða önnur óhreinindi í lífrænan úrgang! Slíkt eyðileggur gæði moltunnar. Ekki má setja stór bein, sbr. læri oþh. þar sem forvinnsla lífræns úrgangs er ekki hafin hjá Sorpu sem tekur við efninu í endurvinnslu.

Matarleifarnar eru notaðar í jarðgerð og því er nauðsynlegt að nota sérstaka niðurbrjótanlega poka. Þessir pokar fást hjá okkur og eru úr pappa og lífrænni sterkju.

Plastpoka má alls ekki nota!

Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500

Prentvæn útgáfa

Málmumbúðir

Leiðbeiningar um flokkun á málmi

Mikilvægt er að búið sé að hreinsa alla matarafganga úr málmumbúðum. Sjá leiðbeiningar hér

Leiðbeiningar um flokkun á
málmi

  • Umbúðir úr málmi
  • Sprittkertabikarar
  • Málmlok af krukkum

Til athugunar við flokkun

Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er mikilvægt að skola allar matarleifar úr málmumbúðum.

Allt efni á að fara laust í tunnuna ekki í lokuðum pokum

 

Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500

 

Pappír og pappi

Allar umbúðir úr pappa og pappír. Mikilvægt er að búið sé að hreinsa alla matarafganga úr pappaumbúðum. Sjá leiðbeiningar hér

Leiðbeiningar um flokkun á
blönduðum pappír og pappa

Þeir flokkar sem mega fara í pappírstunnuna

  • Dagblöð
  • Umslög og gluggaumslög
  • Skrifstofupappír
  • Bæklingar
  • Bylgjupappi
  • Hreinar mjólkurfernur
  • Gjafapappír
  • Eggjabakkar
  • Sléttur pappi s.s. morgunkornspakkar

Til athugunar við flokkun

Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er nauðsynlegt að hafa í huga að mjólkurfernur séu vel skolaðar og annar pappír undan matvælum þarf að vera hreinn og þurr.

Allt efni má fara laust í tunnuna, en ef pokar eru notaðir skal nota glæra poka.

 

Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500

Prentvæn útgáfa

Plastumbúðir

Allar umbúðir úr plasti. Mikilvægt er að búið sé að hreinsa alla matarafganga úr plastumbúðunum. Sjá leiðbeiningar hér

Leiðbeiningar um flokkun á
plastumbúðum

Þeir flokkar sem mega fara með plastumbúðum

  • Plastpokar
  • Plastbrúsar
  • Plastdósir
  • Plastfilma
  • Plastumbúðir
  • Plastbakkar
  • Plastflöskur
  • Frauðplast umbúðir

Til athugunar við flokkun

Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er mikilvægt að skola allar matarleifar af plastumbúðum. 

Allt efni á að fara laust í tunnuna ekki í lokuðum pokum

Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500

Prentvæn útgáfa

Timbur

Timbur er eitt af þeim efnum sem mikið fellur til af á byggingarsvæðum. Mikilvægt er að aðgreina í upphafi hvort timbrið sé litað eða ólitað en endurvinnsluferlið er mismunandi eftir því hvort á við. Sjá leiðbeiningar hér

Leiðbeiningar um flokkun á
timbri

Til athugunar við flokkun

Mikilvægt er að aðgreina í upphafi hvort timbrið sé litað eða ólitað en endurvinnsluferlið er mismunandi eftir því hvort á við

Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500

Þeir flokkar sem mega fara með hreinu timbri

  • Fúgavarið timbur sem er ekki með þekjandi fúgavörn
  • Timbur með glæru lakki
  • Ómálað timbur úr framkvæmdum
  • Timbur sem er ekki plasthúðað
  • Mótakrossviður
  • Mótatimbur
  • Tjörusoðinn krossviður
  • Tjörusoðið timbur
  • Dokaborð
  • Gagnvarinn viður
  • Gegnheilt parket
  • Húsgögn úr hreinu timbri
  • Krossviður
  • Límtré
  • MDF
  • Masónít
  • Pallaefni
  • Spónaplötur
  • Timburlurkar
  • Trétex
  • Viðarparket

Prentvæn útgáfa

Þeir flokkar sem mega fara með lituðu timbri

  • Millispjöld af vörubrettum
  • Málað timbur
  • Timbur með þekjandi viðarvörn
  • Parket úr lökkuðu eða lituðu timbri
  • Plasthúðað timbur
  • Hdf og mdf
  • Masónít
  • Trétex
  • Harmonikkuhurðir
  • Innréttingar út lituðu eða lökkuðu timbri án festinga
  • Kerfisloft úr lituðu timbri
  • Sökkullistar úr lituðu timbri
  • Límtré og plasthúðaðir sólbekkir
  • Annað litað timbur

Prentvæn útgáfa

 

Merkingar

Vel merkt flokkunarílát leika lykilhlutverk þegar kemur að árangri í flokkun. Hér eru myndræn dæmi um flokkunarmerkingar á íslensku, ensku og pólsku

Bylgjupappi

Plastumbúðir

Matarleifar

Línsöfnun

Gler

 

Pappír og pappi

Málmar

Skilagjaldskyldar umbúðir

Almennur úrgangur

Ómálað timbur

Málað timbur

 

Hvað svo?

Allur bylgjupappi, pappír og málmar sem við söfnum fer í endurvinnslu. Pappi, pappír og plast er sent úr landi til endurvinnslu. Málmar fara til endurvinnslufyrirtækja hér á landi.

Við sendum plastfilmuna til Hollands þar sem frekari flokkun fer fram og síðan endurvinnsla aftur í plastefni.  Það eru síðan margir flokkar af öðru umbúðaplasti, t.d. plastpokum, smærri plastfilmu, plastbökkum, samsettri plastfilmu (t.d. áleggsbréf), skyrdósum, stórum og litlum plastflöskum og brúsum, sem við tökum saman í einn flokk.  Þetta plast er núna sent til Þýskalands og Svíþjóð þar sem það fer í nánari flokkun.  Meirihluti af plastinu er endurunnið, en hluti þess er ekki nothæft til endurvinnslu, t.d. vegna óhreininda eða samsetningu umbúða. Það plast sem ekki er hæft til endurvinnslu, fer til orkuvinnslu. Þannig nýtist efnið til að búa til hita í stað annarra orkugjafa.

 

Úrgangsflokkar

Hér er búið að taka saman helstu upplýsingar um þá flokka endurvinnsluefna og úrgangs sem við sækjum til okkar viðskiptavina, dæmi um efni í hverjum flokk fyrir sig og tillögur að íláti til að safna saman flokkunum. Hér er miðað við flokkun á upprunarstað, þ.e að hver og einn flokkur eigi sér ílát.

Bylgjupappi

Úrgangsflokkar

Bylgjupappi er verðmætt endurvinnsluefni og því er mikilvægt að halda því aðskildu frá blönduðum pappa og pappír ef kostur er á. Bylgjupappinn má vera áprentaður og límbönd eða hefti mega fylgja. Þó er nauðsynlegt að fjarlægja aðra aðskotahluti, t.d. plast eða matarleifar, sem geta rýrt endurvinnslugildi pappans. Bylgjupappi er fluttur til Hollands til endurvinnslu og hann nýist til að búa til nýjar vörur úr pappa. 

Dæmi um bylgjupappa

  • pappakassar
  • pizzakassar

Ílát undir bylgjupappa

Ef um mikið magn af bylgjupappa er að ræða er pressugámur heppilegastur en hann pressar pappann jafn óðum til að búa til meira pláss. Ef um minna magn er að ræða mælum við með framhlaðningsgámum. 

Sjá allar stærðir og gerðir af pressugámum og framhlaðningsgámum

Timbur - hreint

Timbur er eitt af þeim efnum sem mikið fellur til af á byggingarsvæðum. Mikilvægt er að aðgreina í upphafi hvort timbrið sé litað eða ólitað en endurvinnsluferlið er mismunandi eftir því hvort á við. Ólitað timbur er kurlað niður og verður að timburkurli sem selt er til frekari nota til að mynda við gerð göngustíga og víðar.  

Dæmi um hreinan timburúrgang

  • fúgavarið timbur sem er ekki með þekjandi fúgavörn
  • timbur með glæru lakki
  • ómálað timbur úr framkvæmdum
  • timbur sem er ekki plasthúðað
  • mótakrossviður
  • mótatimbur
  • tjörusoðinn krossviður
  • tjörusoðið timbur
  • dokaborð
  • gagnvarinn viður
  • gegnheilt parket
  • húsgögn úr hreinu timbri
  • krossviður
  • límtré
  • mDF
  • masónít
  • pallaefni
  • spónaplötur
  • timburlurkar
  • trétex
  • viðarparket

Ílát undir hreint timbur

Opnir krókgámar henta best þegar safna á saman timbri. Krókgámarnir okkar koma í stærðum 7-30m3. Við eigum einnig mikið úrval af lokuðum krókgámum, það er snyrtilegra á byggingarsvæðum og þá þarf ekki að neta gámana. 

Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma

Timbur - litað

Timbur er eitt af þeim efnum sem mikið fellur til af á byggingarsvæðum. Mikilvægt er að aðgreina í upphafi hvort timbrið sé litað eða ólitað en endurvinnsluferlið er mismunandi eftir því hvort á við. Litað timbur er urðað.

Dæmi um úrgang úr lituðu timbri

  • málað timbur
  • timbur með þekjandi viðarvörn
  • parket úr lökkuðu eða lituðu timbri
  • plasthúðað timbur
  • hdf og mdf
  • masónít
  • trétex
  • harmonikkuhurðir
  • innréttingar út lituðu eða lökkuðu timbri án festinga
  • kerfisloft úr lituðu timbri
  • sökkullistar úr lituðu timbri
  • límtré og plasthúðaðir sólbekkir
  • annað litað timbur

Ílát undir litað timbur

Opnir krókgámar henta best þegar safna á saman timbri. Krókgámarnir okkar koma í stærðum 7-30m3. Við eigum einnig mikið úrval af lokuðum krókgámum, það er snyrtilegra á byggingarsvæðum og þá þarf ekki að neta gámana.

Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma

Steinefni

Langstærsti hluti byggingarúrgangs er óvirkur úrgangur á borð við steypu, flísar, gler og önnur steinefni. Til að minnka magn í þessum flokki er til dæmis hægt að endurnota meira af honum á verkstað í fyllingar. Mikilvægt er að halda steinefnum flokkuðum frá öðrum úrgangi sem fellur til á byggingarsvæðum. 

Dæmi um steinefnaúrgang

  • gler í glerveggjum
  • flísar með eða án flísalíms
  • speglar
  • salerni
  • vaskar
  • steypuklumpar
  • hellur
  • möl (grús)
  • gluggagler
  • uppgröftur
  • postulín
  • keramik
  • flísar
  • steinar
  • rúður
  • múrsteinar
  • grjót

Ílát undir steinefni

Opnir krókgámar henta best við söfnun á steinefnum. Krókgámarnir undir steinefni koma í stærðum 3-9 m3. 

Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma

Brotamálmar

Mjög víða er að finna ýmsa málmhluti sem hafa lokið hlutverki sínu og nýtast best sem endurunnin málmur í nýja hluti. Til þess að svo megi verða þarf að koma þeim í endurvinnslu.

Dæmi um úrgang úr brotamálmi

  • álrimlaloft ásamt festingum
  • kerfisveggir úr málmum
  • rimlagluggatjöld úr áli
  • lamir skrár, húnar og annar málmur
  • álleiðarar
  • burðarstoðir úr málmi
  • festingar úr málmi
  • málmfestingar
  • stálhandrið ásamt festingum
  • rafmagnsrennur úr málmi

Ílát undir brotamálma

Opnir krókgámar henta best við söfnun á brotamálmum. Krókgámarnir okkar koma í stærðum 7-30m3. Við eigum einnig mikið úrval af lokuðum krókgámum, það er snyrtilegra á byggingarsvæðum og þá þarf ekki að neta gámana.

Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma

Rafbúnaður

Raf- úrgangur (s.s. rafbúnaður og raflagnir)

Dæmi um raf-úrgang

  • ljósabúnaður
  • rafmagsvírar
  • raftæki 
  • innstungur, rofar og fleira
  • rafhlöður
  • rafgeymar

Ílát undir raf-úrgang

Við mælum með að nota bamba, raftækjatunnu, rafhlöðutunnu eða spilliefnakör. 

Spilliefni

Mikilvægt er að koma spilliefnum í réttan farveg og tryggja þannig að þau berist ekki út í umhverfið, enda geta þau verið skaðleg. 

Dæmi um spilliefnaúrgang

    • flúorperur
    • ljósaperur
    • ljósabúnaður, startarar (conductor)
    • olíumálning
    • asbest úr eldri húsum 

      Asbest og vörur sem innihalda asbest voru notaðar sem eldvarnarefni, hitaeinangrun, hljóðeinangrun og fleira í mörgum byggingum sem voru byggðar fyrir 1980.  Asbesti má aldrei blanda saman við aðra úrgangsflokka!

 

 

Ílát undir spilliefni

Spilliefnakör henta best við söfnun á úrgangi sem flokkast sem spilliefni. Tvær stærðir af körum eru í boði, 400 ltr og 600 ltr

Textíll

Þegar þarf að henda fatnaði, líni, tuskum og öðru úr textíl er mikilvægt að safna því saman á einn stað og koma því þannig til endurnýtingar eða endurvinnslu. Terra hefur unnið í samstarfi við Rauða Krossinn en þá sinnir Terra söfnun og útvegar viðeigandi ílát og Rauða Krossinn sér um móttöku og að koma efninu í endurvinnslu. 

Dæmi um textíl úrgang

  • fatnaður
  • lín
  • lök
  • dúkar
  • tuskur
  • sloppar
  • handklæði

Ílát undir textíl

Hægt er að fá tunnur í stærðum 120ltr - 1100 ltr í nokkrum litum. Einnig er hægt að fá tunnur sem hægt er að læsa. 

Hér má sjá dæmi um fleiri tunnur

Gróft plast (annað en umbúðaplast)

Umbúðaplast ber úrvinnslugjald og því er annað gjald fyrir annað plast sem fellur til. Þessu plasti er einnig komið til endurvinnslu eftir fremsta megni. 

Dæmi um úrgang úr plasti án úrvinnslugjalds

  • vatns- og frárennslisrör
  • ídráttarbarkar og rör
  • rimlagluggatjöld úr plasti
  • plastfestingar og listar
  • frauðplast
  • plastbakkar
  • plasthjálmar
  • plexi gler
  • rafmagnsrennur úr plasti

Ílát undir plast án úrvinnslugjalds

Opnir krókgámar henta vel þegar mikið magn af plasti er samankomið á einn stað. Krókgámarnir okkar koma í stærðum 7-30m3. Við eigum einnig mikið úrval af lokuðum krókgámum, það er snyrtilegra á byggingarsvæðum og þá þarf ekki að neta gámana. Einnig er hægt að leigja kör ef plastið er ekki í miklu magni. 

Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma

Gifs

Úrgangur sem fellur til úr gifsi þarf að halda aðskildum frá öðrum úrgangi. Gifs má ekki urða ásamt lífrænum úrgangi vegna efnasambanda (H2S) sem losna frá því við slíkar aðstæður.

Dæmi um úrgang úr gifsi

  • gifs/gifsplötur
  • gifsloft/ kerfisloft úr gifsi

Ílát undir gifsúrgang

Opnir krókgámar henta best þegar safna á saman gifsi. Krókgámarnir okkar koma í stærðum 7-30m3. Við eigum einnig mikið úrval af lokuðum krókgámum, það er snyrtilegra á byggingarsvæðum og þá þarf ekki að neta gámana.

Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma

Blandaður pappi og pappír

Blanda má öðrum pappa en bylgjupappa saman við pappír og safna í sama ílát. Blandaður pappi og pappír er flokkaður á starfstöð Terra og efnið sent út til Hollands til endurvinnslu. 

Dæmi um blandaðan pappa og pappír

  • dagblöð
  • tímarit
  • umslög
  • gluggaumslög
  • fernur
  • pappa mál 
  • aðrar umbúðir úr pappa

Ílát undir blandaðan pappa og pappír

Hægt er að fá tunnur í stærðum 120 ltr - 1100 ltr. í nokkrum litum. Einnig er hægt að fá tunnur sem hægt er að læsa.

Hér má sjá dæmi um fleiri tunnur

Lífrænn úrgangur

Lífrænum úrgangi skal ávallt haldið aðskildum frá öðrum úrgangi. Þannig er hægt að jarðgera hann og búa til moltu og stuðla þannig að notkun hringrásarhagkerfisins. 

Dæmi um lífrænan úrgang

  • afskurður frá ávöxtum og grænmeti
  • eldaðir kjöt- og fiskafgangar
  • kaffikorgur og tepokar
  • eldhúsbréf og sérvettur
  • grænmeti og grænmetishýði

Mikilvægt er að nota bréfpoka eða maíspoka!

Ílát undir lífrænan úrgang

Tunnur henta best til söfnunar á lífrænum úrgangi. Innihaldið er fljótt að verða þungt og mikilvægt er að tæma það reglulega til að koma í veg fyrir að lykt fari að myndast. 

Skilagjaldskyldar umbúðir

Mikil verðmæti eru fólgin í því að koma drykkjarumbúðum til endurvinnslu. Ál er hægt að endurvinna aftur og aftur án þess að efniseiginleikar þess rýrast og árlegt útflutningsverðmæti nemur um 200 millj.kr. skv. tölum frá Endurvinnslunni hf.

Terra býður upp á ílát sem henta til söfnunar á skilagjaldskyldum umbúðum sem enda síðan hjá Endurvinnslunni hf sem sér um að koma þeim til endurvinnslu.

Dæmi um skilagjaldskyldar umbúðir

  • glerflöskur fyrir áfengi
  • glerflöskur fyrir bjór
  • glerflöskur fyrir ávaxtasafa
  • glerflöskur fyrir gosdrykki
  • glerflöskur fyrir orkudrykki
  • plastflöskur fyrir ávaxtasafa
  • plastflöskur fyrir gosdrykki
  • plastflöskur fyrir orkudrykki
  • plastflöskur fyrir vatn
  • plastflöskur fyrir áfengi
  • áldósir fyrir gosdrykki
  • áldósir fyrir orkudrykki
  • áldósir fyrir bjór

Ílát undir skilagjaldskyldar umbúðir

Hægt er að fá tunnur í stærðum 120 ltr - 1100 ltr. í nokkrum litum. Einnig er hægt að fá tunnur sem hægt er að læsa.

Hér má sjá dæmi um fleiri tunnur

Jarðvegur / uppgröftur

Jarðvegur er jarðlag eða setlag úr steindum og lífrænum efni og er eitt mest notaða byggingarefnið í heiminum í dag. Fyrir utan það að vera notað gríðarlega mikið til grundunar mannvirkja, er það einnig mikið notað í steypu.

 

Dæmi um jarðvegssúrgang

  • mold
  • gras
  • þökur
  • torf
  • jarðvegur með lífrænum efnum

Ílát undir jarðvegsúrgang

Opnir krókgámar henta best undir jarðefnaúrgang. Við eigum einnig mikið úrval af lokuðum krókgámum, það er snyrtilegra á byggingarsvæðum og þá þarf ekki að neta gámana. Einnig er hægt að leigja kör ef plastið er ekki í miklu magni.

Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma

Jarðvegur / múrbrot - Bolalda

Í Bolöldu er heimilt að losa endurnýtanlegt, óvirkt jarðefni svo sem mold, möl og grjót. Einnig má losa steinsteypubrot sem búið er að klippa af öll útistandandi járn og hreinsa af öðrum efnum svo sem einangrun, pappa og klæðningu. Ekki er heimilt að losa lífrænan úrgang eins og húsdýraskít og landbúnaðarhrat, eins og það er orðað í starfsleyfi.

Dæmi um úrgang sem má fara í Bolöldu

  • Mold
  • Steypuklumpar án útistandandi járns
  • Hellur
  • Möl (grús)
  • Gler (má vera hluti farmsins)
  • Uppgröftur með þökum (aðeins í mjög takmörkuðu magni)

Alls ekki tré, rótarkerfi eða annar lífrænn úrgangur. 

Athugið: Þessi samsetning er ekki í boði á öllu landinu

 

Ílát undir úrgang í Bolöldu

Opnir krókgámar henta best undir jarðvegs- og múrbrotsúrgang.  Við eigum einnig mikið úrval af lokuðum krókgámum, það er snyrtilegra á byggingarsvæðum og þá þarf ekki að neta gámana. Einnig er hægt að leigja kör ef plastið er ekki í miklu magni.

Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma

Veiðarfæri

Veiðarfæraúrgangur frá Íslandi er nú fluttur til endurvinnslu í Litháen og Danmörku. Góður árangur hefur náðst með því fyrirkomulagi og framleiðslan fer að stærstum hluta í raf- og bílaiðnað í Þýskalandi, meðal annars til framleiðslu á plastíhlutum í bifreiðar.

Á vef SFS má nálgast nýjustu upplýsingar um móttökustöðvar fyrir úrelt veiðarfæri til endurvinnslu. Ekki er hægt að tryggja að aðrir geti komið veiðarfæraúrgangi til endurvinnslu.

Dæmi um veiðarfæraúrgang

  • Botnvarpa
  • Dragnót
  • Fiskinet
  • Flotvarpa
  • Handfæri
  • Hringnót
  • Lína
  • Ljóstur
  • Þríförkur
  • Öngull

 

Ílát undir veiðarfæri

Opnir krókgámar henta undir veiðarfæraúrgang. 

Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma

Terra umhverfisþjónusta og byggingariðnaðurinn

Vistspor byggingariðnaðarins er stórt og undirstrikar mikilvægi umhverfisvænni lausna í iðnaðinum. Hlutverk Terra umhverfisþjónustu í þessu samhengi er að aðstoða fyrirtæki að ná sínum markmiðum í söfnun og flokkun úrgangs og veitir fyrirtækjum sérsniðnar lausnir fyrir byggingariðnaðinn, flokkunarleiðbeiningar og aðstoð til fyrirtækja við að ná sínum markmiðum.

Við gerum okkur grein fyrir að úrgangsefni eru ólík eftir því í hvaða fasa verkefnið er, hvort sem það er niðurrif, byggingarframkvæmd eða jarðvinna og sníðum við þjónustuna að þeim þörfum með fyrirtækinu.

BREEAM staðall

Bream (Building Research Establishment Environmental Assessment Method)  er fyrsta vistvottunarkerfið fyrir byggingar og skipulag sem tekið var í notkun á Íslandi og á uppruna sinn frá Bretlandi. Kerfin skapa viðmiðunarramma um það hvað teljist vistvænt mannvirki/skipulag og stuðlar að sjálfbærri þróun innan byggingariðnaðarins. Vistvottunarkerfi eru þróuð með það í huga að draga úr efnisnotkun og neikvæðum umhverfisáhrifum á öllum stigum vistferils bygginga. Skv BREEAM staðlinum þarf að flokka úrgang í eftirtalda 8 flokka; Málmar og brotajárn, timbur, plast, pappír/pappi, steinefni, spilliefni og rafbúnaður. Einnig má hlutfalls almenns sorps ekki vera hærra en 11%. Einnig leggur staðallinn mikið upp úr að úrgangur sé geymdur á þann veg að tryggt sé að hann fjúki ekki né mengi jarðveg.

 

Hér er hægt að lesa um kröfur BREAAM þegar kemur að byggingarefni og úrgangi

  • Algengar spurningar

    Algengar spurningar

Spurt & svarað

Um að gera að hafa samband hér ef þú finnur ekki svar við þinni spurningu.

Um Terra umhverfisþjónustu

Er Terra umhverfisþjónusta gæðavottuð?

Terra umhverfisþjónusta hefur metnað fyrir því að skilja ekkert eftir og við viljum hvetja og auðvelda Íslendingum að takast á við þá áskorun. Að skilja ekkert eftir er okkar þýðing á hugtakinu „Zero Waste“ og lýsir vel markmiðum okkar í endurvinnslu og meðhöndlun úrgangs. Á þeirri vegferð okkar höfum við tekið ótal skref í átt til aukinnar sjálfbærni, endurnýtingar og endurvinnslu. Árið 2013 fékk Terra vottun samkvæmt umhverfis staðlinum ISO 14001 frá fyrirtækinu BSI og á hverju ári fer fram úttekt þar sem farið er yfir frammistöðu kerfisins og línur lagðar um frekari umbætur. Á hverju ári þróast því kerfið og heldur áfram að bæta frammistöðu fyrirtækisins í umhverfismálum. Fyrirtækið er einnig með vottun á að gæðakerfið uppfylli kröfur ISO 9001 staðalsins og jafnlaunavottun.

Er aðstaða til endurvinnslu hjá Terra umhverfisþjónustu?

Terra umhverfisþjónusta skilgreinir sig bæði sem söfnunaraðila endurvinnslu– og sorpefna og sem endurvinnsluaðila. Við söfnum efnum eins og plasti, pappa, málmum, raftækjum, líni og komum þeim til endurvinnslu hérlendis og erlendis. Óvirk efni eins og steinefni, jarðvegur, garðaúrgangur og timbur flokkum við ef þarft er og komum í endurnýtingu. Timbur flokkum við og tætum svo niður á starfstöðvum okkar. 

Er flotastjórakerfi á bílunum ykkar sem getur gefið upplýsingar t.d. um hvað eknir eru margir kílómetrar og olíueyðsla við að sækja sorp sem ykkar viðskiptavinir hafa aðgang að? 

Í bílaflota Terra  umhverfisþjónustu er flotastjórakerfi sem gefur okkur upplýsingar um ekna kílómetra og olíueyðslu. Einnig um ökulag og virkni öryggisbúnaðar sem og annars búnaðar. Minnkun olíunotkunar er eitt af aðal gæðamarkmiðum Terra umhverfisþjónustu og fylgjumst við grannt með þeim tölum. 

Eru bílar Terra umhverfisþjónustu með innbyggðum vogum?

Söfnunarbílarnir okkar erum með innbyggðum vogum sem að vigta hvert ílát sem tæmt er. Upplýsingarnar eru svo sendar beint yfir í akstursstýringarkerfið okkar og þaðan berast þær yfir í bókhaldskerfið. Á Mínum síðum er hægt að sjá upplýsingar um allar losanir, þyngdir og aðrar þjónustuaðgerðir sem gerðar voru eða sem eru framundan. Bílarnir eru einnig vigtaðir á löggildri vog þegar þeir koma inn í starfstöðina til afstemmingar til að athuga hvort þyngdirnar passi ekki örugglega. Sendibílarnir vigta það sem þeir sækja á vottaðri vog í starfstöðinni.

Hvernig á að flokka?

Hvernig flokkast ljósaperur?

Ljósaperur eru skilgreindar sem raftæki og flokkast því sem spilliefni. Ljósaperur eiga því ekki að fara með gleri heldur raftækjum. Þetta gildir um allar gerðir af ljósaperum: Glóperur, halogen, ledperur, flúor og sparperur. Það er mikilvægt að reyna að brjóta ekki perurnar því þá geta ýmis hættuleg spilliefni borist út í andrúmsloftið. Komið því ljósaperunum í þar til gerð ílát á söfnunarstöðvum sveitarfélaga eða skilið þeim beint til móttökustöðva spilliefna

Hvernig flokkast olíusmitaðar tuskur?

Þær teljast spilliefni og fara í flokk sem við köllum Olíusora en þessi flokkur fer í brennslu.

Hvernig flokkast lífplast?

Orðið lífplast er notað bæði yfir lífbrjótanlegt plast og plast sem brotnar ekki niður. Um 1/3 lífplasts sem er framleitt er lífbrjótanlegt en hitt er lífplast sem brotnar ekki niður. Lífbrjótanlegt lífplast sem brotnar niður í hefðbundnu jarðgerðarferli flokkast með öðrum lífrænum úrgangi.
Allt annað sem lítur út eins og plast á að flokka með öðru plasti. Ef þú ert hins vegar í vafa hvort að plastið brotni niður, ekki setja það í lífrænt heldur með öðru plasti, látum náttúruna njóta vafans.

Hvernig flokkkast handþurrkur af salernum?

Allur úrgangur af salernum á að fara í almennt sorp. Handþurrkur af salernum eiga aldrei að flokkast með pappa.

Hvernig flokkast myndbandsspólur?

Ef um er að ræða lítið magn, þeas. einkasafn, þá er jú hægt að taka þessa hluti í sundur og ef hægt er að gera það nógu vel svo að það fari í einsleita efnisstrauma, s.s. hreint plast og hreina málma, þá má það fara þá leið. Það er því miður ekki til endurvinnsluferill fyrir segulbandið sjálft sem fer því með almennum úrgangi. Ef um er að ræða mikið magn, þá er hægt að hafa samband og við að skoðum það sérstaklega.

Hvernig flokkast einnota hanskar?

Einnota hanskar flokkast í almennt sorp

Hvernig flokkast andlitsgrímur?

Andlitsgrímur flokkast með almennu sorpi.

Þarf að þvo endurvinnsluefni?

Allt efni sem fer til endurvinnslu þarf að vera nokkuð hreint en ekki er nauðsynlegt að þurrka umbúðirnar. Oft á tíðum er um samsettar umbúðir að ræða og er þá gott að aðskilja efnin eins og mögulegt er t.d að rífa plastflipa af drykkjarfernum og taka ál- eða pappafilmu af jógúrt- og skyrumbúðum og fleiri umbúðum áður en efnin eru sett í viðeigandi ílát.

Flokkast gluggaumslög sem pappír eða plast?

Gluggaumslög mega fara með pappír og óþarfi er að taka plastið af

Þarf að taka merkimiðana af plastumbúðunum sem flokkast með plasti?

Nei, það þarf ekki að taka merkimiðana af plastumbúðunum 

Má eldhúspappír / sérvettur fara með lífrænum úrgangi?

Já, matarsmitaður pappír má fara með lífrænu. 

Má nota svarta ruslapoka utan um endurvinnsluefnin?

Svartir ruslapokar eru óæskilegir af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi þá er ómögulegt að vita hvaða efni er í pokanum og ástand þess efnis. Starfsmenn Terra umhverfisþjónustu eru ekki að opna svarta ruslapoka og gert er ráð fyrir að efni í svörtum ruslapokum sé almennt sorp. Í öðru lagi eru svartir ruslapokar ekki eins endurvinnsluhæfir í samanburði við gegnsæja eða hálfgegnsæja poka þegar líftíma þeirra líkur. Notum gegnsæja eða hálfgegnsæja poka og komum endurvinnsluefni (innihaldinu og pokanum sjálfum) í endurvinnslu . 

Við viljum heyra frá þér

Safnreitaskil
Einval

Safnreitaskil
Safnreitaskil

facebook instagram youtube linkedin

 

 

 

Opnunartími Terra umhverfisþjónustu

Móttökustöðin Berghellu 1 er opin

mán-fim: 8:00-18:00 og fös: 8:00-17:00

Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00  

Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00                                                                                                                      

 

Terra umhverfisþjónusta

Berghellu 1

221 Hafnarfirði

Kt: 410283-0349

Sími: 535-2500

Hafa samband

Viðskiptaskilmálar 

Persónuverndarstefna