Söfnun endurvinnsluefna og sorphirða

Við sinnum alhliða umhverfisþjónustu fyrir nokkur þúsund fyrirtæki um landið allt. Við viljum að flokkun sé einföld og sjálfsögð og hjálpum fyrirtækjum að bæta umgengni sína við jörðina. Við komum öllum efnum sem falla til í viðeigandi farveg og veitum þá ráðgjöf sem þarf til. 

Við komum efninu aftur inní hringrásarhagkerfið

Terra  leggur ríka áherslu á að auðvelda íslendingum að skilja ekkert eftir; endurnýta, flokka og meðhöndla endurvinnsluefni og annan úrgang með ábyrgum hætti. Að skilja ekkert eftir er þýðing á Zero Waste sem er alþjóðlegt átak um að bæta umgengni við jörðina með því að draga úr mengun og minnka sóun. Terra hefur einsett sér að aðstoða fyrirtæki og heimili í þessum efnum, hvetja til minni notkunar á umbúðum og einfalda flokkun.  

Hér má sjá listann yfir úrgangsflokka og viðeigandi flokkunarleiðbeiningar

Nýjar lausnir 

Nýjasta viðbótin þegar kemur að lausnum fyrir flokkun heimilissorps eru djúpgámarnir okkar. Við vitum að þarfir viðskiptavina okkar eru misjafnir svo við komum á staðinn og skoðum aðstæður og í sameiningu finnum við bestu lausnina. Einn af mörgum kostum djúpgáma er mikið pláss  án þess þó að það sjáist mikið í þá. Stærsti hluti gámsins, sem getur verið 1,2 til fimm rúmmetrar, er neðanjarðar og einungis efsti hluti hans er sýnilegur og þar er hólf þar sem þú getur flokkað ruslið. Efsti hluti gámsins er álíka stór og hefðbundin ruslatunna og flokkunartunnur. 

Þjónustuvefur Terra

Þjónustuvefur Terra er ætlað að bæta upplifun viðskiptavina og auka aðgengi þeirra að upplýsingum.
Aðgangur að vefnum er einstaklingsbundinn og byggir á hlutverki viðkomandi – hvort sem hann er prófkúrhafi/stjórnandi eða almennur notandi.
Við hvetjum alla viðskiptavini til að kynna sér nýja þjónustuvefinn og nýta sér hann.