- Fyrirtæki
- Heimili
- Vörulisti
- Um Terra umhverfisþjónustu
Á árinu 2022 var tekið metnaðarfullt skref hjá félaginu við að greina betur stöðu félagsins í sjálfbærnimálum.
Félagið hafði ekki áður sett sér skriflega sjálfbærni stefnu sem slíka þó að sjónarmið og stefna félagsins í sjálfbærnimálum kæmu að nokkru leyti fram í umhverfis, mannauðs, gæða og öryggistefnum félagsins, sem og siðareglum þess. Til þess að setja metnaðarfulla en raunhæfa sjálfbærnistefnu fékk félagið til liðs við sig teymi sjálfbærniráðgjafa EY á Íslandi, til þess að leiðbeina og aðstoða við að finna áherslur okkar í sjálfbærni, sem tæki raunverulega mið af stöðu Terra umhverfisþjónustu og rekstri þess.
Sjálfbærni – hvað er það?
Haldin var sérstök fræðsla um sjálfbærni, á íslensku og ensku, fyrir starfsfólk Terra umhverfisþjónustu. Okkur þótti mikilvægt að allt starfsfólkið skildi hugtakið áður en lagt væri af stað með greiningu á sjálfbærnimálum félagsins og innleiðingu í kjölfarið. Allt starfsfólk þarf líka að standa saman að við að innleiða sjálfbærni í kjarnareksturinn og því mikilvægt að við skiljum öll afhverju við erum fara í þessa sjálfbærnivegferð.
Vinnustofur og undirbúningur mikilvægisgreiningar.
Í kjölfarið var haldin vinnustofa þar sem framkvæmdastjórn, ásamt lykilstjórnendum um allt land auk starfsfólks á sviði þjónustu, sölu og akstri tóku þátt. Á fyrstu sjálfbærnivinnustofunni var farið yfir UFS þætti sem skilgreindir eru af Nasdaq ásamt öðrum sjálfbærni vísum sem tengjast rekstri á sorp og endurvinnslu stöðvum. Fulltrúar Terra umhverfisþjónustu sammæltust þar um viðeigandi sjálfbærnivísa til þess að vinna áfram með og mikilvægisgreina fyrir starfsemina.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán-fim: 8:00-18:00 og fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00