- Fyrirtæki
- Heimili
- Um Terra
Árið 2020 fjárfestum við hjá Terra í nýjum sjálfvirkum flokkara sem mun vera einn sá fullkomnasti á Norðurlöndum. Þetta er ný tækni í flokkun og endurvinnslu; vél sem notar stafræna tækni, ljósmyndaminni og fleira. Þessi nýja vél, sem við köllum Fróða, er stór fjárfesting sem færir flokkun og endurvinnslu á Íslandi á annað stig. Hægt er að flokka endurvinnsluefni mun nákvæmar og betur en áður sem er í takt við kröfur endurvinnslufyrirtækja. Nú er í fyrsta sinn á Íslandi hægt að flokka plast eftir efniseiginleikum sem getur stutt við íslenska plastendurvinnslu, og fyrstu skrefin í þá átt hafa verið tekin. Við erum að hefja mjög spennandi samstarf með öðrum íslenskum fyrirtækjum í efla íslenska plastendurvinnslu og minnka þar með mengun og stíga um leið spennandi skref í áttina að hringrásarhagkerfi – þar sem við lítum á úrganginn sem verðmæti, sem við endurnýtum aftur og aftur.
Flokkun með Terra umhverfisþjónustu er einföld og leikreglur skýrar svo hámarksárangur náist í hverjum flokki. Í flokkunahandbók Terra umhverfisþjónustu finnur þú flokkunarleiðbeiningar fyrir hvern flokk en sérsöfnun er í hverjum flokki til að hámarka endurvinnslu og endurnýtingu hvers flokks. Drögum úr urðun og flokkum betur fyrir jörðina okkar.
Árlega veitum við umhverfisviðurkenningu Terra fyrir framúrskarandi árangur í flokkun og endurvinnslu og CCEP á Íslandi varð fyrir valinu í ár en þau hafa verið með mjög hátt endurvinnsluhlutfall mörg ár í röð. Endurvinnsluhlutfallið sýnir okkur hversu stór hluti af því sem til fellur hjá þeim eru flokkuð endurvinnsluefni miðað við hvað fer í urðun. Eins tóku þau stórt skref við innleiðingu á umbúðum úr endurunnu plasti sem er mikilvægt þegar við horfum til hringrásarinnar - að við nýtum endurunna plastið.
Terra hefur metnað fyrir því að skilja ekkert eftir og við viljum hvetja og auðvelda Íslendingum að takast á við þá áskorun. Að skilja ekkert eftir er okkar þýðing á hugtakinu „Zero Waste“ og lýsir vel markmiðum okkar í endurvinnslu og meðhöndlun úrgangs.
Á þeirri vegferð okkar höfum við tekið ótal skref í átt til aukinnar sjálfbærni, endurnýtingar og endurvinnslu. Árið 2013 fékk Terra vottun samkvæmt umhverfis staðlinum ISO 14001 frá fyrirtækinu BSI og á hverju ári fer fram úttekt þar sem farið er yfir frammistöðu kerfisins og línur lagðar um frekari umbætur. Á hverju ári þróast því kerfið og heldur áfram að bæta frammistöðu fyrirtækisins í umhverfismálum. Fyrirtækið er einnig með vottun á að gæðakerfið uppfylli kröfur ISO 9001 staðalsins, auk þess sem jafnlaunavottun er lokið.
Markvisst hefur verið unnið að minnkun úrgangs og umhverfisstefna fyrirtækisins miðast að því að lágmarka umhverfisáhrif frá rekstri Terra sem og viðskiptavina fyrirtækisins. Stytting akstursleiða, sparneytnari söfnunarbílar og áhersla á að lágmarka notkun auðlinda . Áhrif Terra á umhverfi sitt eru því ekki bara vegna eigin starfsemi heldur hafa aðgerðir þess áhrif á niðurstöður fjölda viðskiptavina
221 Hafnarfirði
Kt: 410283-0349
Sími: 535-2500
Neyðarnúmer: 660-2800