Takk fyrir að leita til okkar.Terra umhverfisþjónusta hefur allt frá stofnun lagt áherslu á að vera í nánu sambandi við samfélagið og styrkja góðgerðar-, íþrótta- og æskulýðsstarf. Einnig er sérstök áhersla lögð á verkefni sem endurspegla markmið félagsins í sjálfbærni og tengjast umhverfismálum og nýsköpun í átt að hringrásarhagkerfinu.
Vegna fjölda styrkbeiðna er óskað eftir því að þær berist til okkar fylltar út á forminu hér fyrir neðan en því miður er ekki hægt að verða við styrkbeiðnum sem koma símleiðis eða í gegnum tölvupóst.Ef svar hefur ekki borist frá okkur innan 14 daga, má líta svo á að styrkbeiðninni hafi verið hafnað.