Upplýsingar um fyrirtækið/söluaðilann
Terra umhverfisþjónusta hf., Berghella 1, 221 Hafnarfjörður, sími 535-2500, netfang: terra@terra.is, kennitala 410283-0349, VSK-númer 11194.

Þjónusta og útleiga

Afhending pantaðra íláta
Gámar, tunnur og kör geta tekið allt að 5 virka daga í afgreiðslu, frá því að pöntun berst og þar til ílátið er komið á áfangastað.

Þjónustu- og leiguskilmálar

Verktaki sér um allt eðlilegt viðhald á eigin ílátum á leigutíma.

Leigutaki skal staðsetja ílát þar sem öruggt er að þau trufli hvorki umferð bíla né gangandi vegfarendur. Ílát eiga að vera staðsett þannig að þau geti ekki valdið tjóni vegna bruna eða vinnu við ílát. Þetta á við um staðsetningar eins og gangstéttir, umferðargötur, grasbletti, hellulagðar stéttir og nálægð við mannvirki eins og húsveggi, þakskegg, grindverk eða steypta frístandandi veggi, þar sem ílát geta valdið skemmdum við losun þeirra. Fjarlægð stærri gáma skal vera a.m.k. 2 metrar frá vegg og með 5 metra lofthæð. Ef nauðsynlegt þykir, að beiðni leigutaka, að staðsetja gáma á stað innan framangreindra viðmiðunarmarka þá ber leigutaki fulla ábyrgð á þeirri framkvæmd. Ílát á leigustað er í öllum tilvikum á ábyrgð leigutaka. Æskilegt er að ílát í langtímaleigu séu þrifin eftir þörfum og að notkun þeirra miðist við merkingar á ílátum. Ef verkkaupi óskar eftir að segja upp samningi við Terra umhverfisþjónustu eru ílát fjarlægð og þrifin á kostnað verkkaupa.

Aðstaða, þar með talið festingar og stýringabrautir, fyrir ílát og gáma eru á ábyrgð leigutaka. Terra ber ekki ábyrgð á þeim skemmdum sem verða vegna foks á íláti, nema um gáleysi starfsmanns Terra sé að ræða. Ef ílát glatast eða skemmist hjá leigutaka á leigutíma áskilur Terra sér rétt til að krefjast skaðabóta sem nemur andvirði ílátsins eða viðgerðarkostnaði. Brunatjón skulu tilkynnt við fyrsta tækifæri til Terra umhverfisþjónustu og mun leigutaki ekki bera kostnað af því tjóni nema í formi þess að senda nýtt ílát eða salerni í skiptum fyrir það sem tjónast.

Ef þörf er á þjónustu utan opnunartíma svo sem á kvöldin og um helgar, áskilur Terra sér rétt til að leggja á aukagjald samkvæmt verðskrá á hverjum tíma eða fyrirfram umsömdu verði.

Flokkun

Gert er ráð fyrir að úrgangurinn verði aðgreindur í flokka eftir því sem verkkaupi ákveður á hverjum stað, en gæta verður þess vel að engin spilliefni fari í ílátin.Verktaki áskilur sér þann rétt á því að fella úrgangsflokk á kostnað verkkaupa ef úrgangur er ekki rétt flokkaður. Einnig fellur á verkkaupa kostnaður sem fellur á verktaka vegna sekta eða annarra útgjalda verktaka sem hlýst af því ef úrgangur fellur ekki undir umsaminn úrgangsflokk.

Verklag og skráning

Skráning á þjónustu er framkvæmd í samræmi við verklagsreglur Terra og eru tölulegar upplýsingar aðgengilegar verkkaupa gegnum vefaðgang „mínar síður“ á heimasíðu Terra, þar er meðal annars haldið utan um magntölur, úrgangsflokka, dagsetningar og tíma losunar. Einnig er haldin skrá yfir þau ílát sem eru í leigu hjá verkkaupa sem og staðsetning þeirra.

Reiknings- og greiðsluskilmálar

Gerður er sérstakur reikningur fyrir hvern verkstað (ef á við) og fylgir honum fylgiblað (færslulisti) þar sem fram kemur einkennisnúmer, gerð og stærð íláts, dagsetning og tímasetning losunar, númer bíls, númer bílstjóra, losunarstaður ásamt samandreginni og sundurliðaðri þyngd og tegund úrgangs frá tilteknum verkstað. Auk þess getur verkkaupi fengið að óskum upplýsingar um þyngd og úrgangstegundir með samanburði við fyrri ár.

Óski viðskiptavinur eftir að komast í reikningsviðskipti mun Terra leggja mat á lánshæfni viðskiptavinarins, áður en til viðskipta kemur. Við mat á lánshæfni nýtir Terra sér meðal annars áhættumatsgreiningu CreditInfo hf. sem byggir á greiðsluhegðun og opinberum skráningum um vanskil, ásamt fleiri atriðum.

Greiðslufrestur í reikningsviðskiptum er 10 dagar, þ.e. eindagi reiknings er 10 dögum eftir útgáfudag. Dragist greiðsla fram yfir eindaga reiknast dráttarvextir frá útgáfudegi til greiðsludags. Dragist greiðsla 5 daga eða meira fram yfir eindaga áskilur Terra  sér rétt til að nýta sér aðstoðar innheimtufyrirtækis við innheimtuna og greiðir viðskiptavinurinn allan innheimtukostnað í samræmi við innheimtulög. Þá stöðvast öll þjónusta við viðskiptavin ef greiðsla dregst meira en 35 daga fram yfir eindaga.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Að skipta og skila vöru
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin.

Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir, eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Fyrirvarar
Terra áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Terra áskilur sér rétt til að breyta verðum fyrirvaralaust.