Upplýsingar um fyrirtækið/söluaðilan
Terra (Berghellu 1, sími 535-2500, netfang: terra@terra.is) áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir að pöntun berst. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum sem dreift er af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Terra ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Terra til viðkomandi, er tjónið á ábyrgð kaupanda. Hægt er að greiða 590 kr. fyrir rekjanlegt bréf. Frí heimsending er á pöntunum 1.000 kr. og yfir nema annað komi fram í lýsingu á vöru.

Verð á vöru og sendingakostnaður
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Við sendum allar vörur með Íslandspósti en sendingarkostnaður er samkvæmt verðskrá Íslandspóst á hverjum tíma og greiðist af viðtakanda.

Að skipta og skila vöru
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneigninarnótan er í formi kóða sem er notaður hér á síðunni þegar verslað er og gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
Bjóðum upp á Visa og MasterCard greiðslur.

Ílátaleiga

Leigutaki skal staðsetja ílát þar sem öruggt er að þau trufli hvorki umferð bíla né gangandi vegfarendur.  Ílát eiga að vera staðsett þannig að þau geti ekki valdið tjóni vegna bruna eða vinnu við ílát.  Þetta á við um staðsetningar eins og gangstéttar, umferðargötur, grasbletti, hellulagðar stéttir og nálægð við mannvirki eins og húsveggi, þakskegg, grindverk eða steypta frístandandi veggi, þar sem ílát geta valdið skemmdum við losun þeirra. Fjarlægð stærri gáma skal vera a.m.k. 2 metrar frá vegg og með 5 metra lofthæð.  Ef nauðsynlegt þykir,  að beiðni leigutaka, að staðsetja gáma á stað innan þessara viðmiðunarmarka þá ber leigutaki fulla ábyrgð á þeim skemmdum sem kunna að verða á mannvirkjum, gróðri eða öðrum svæðum.  Ílát á leigustað er í öllum tilvikum á ábyrgð leigutaka og mun Terra ekki bera neinn kostnað af því raski sem verður vegna afhendingar eða vinnu við ílát.

Aðstaða, þar með talið festingar, fyrir ílát eru á ábyrgð leigutaka. Terra ber ekki ábyrgð á þeim skemmdum sem verða vegna foks á íláti, nema um gáleysi starfsmanns Terra sé að ræða.

Ílát sem glatast eða skemmist hjá leigutaka á leigutíma áskilur Terra sér rétt til að krefjast skaðabóta sem nemur andvirði ílátsins eða viðgerðarkostnaði.  Brunatjón skulu tilkynnt við fyrsta tækifæri til Terra og mun leigutaki ekki bera kostnað af því tjóni nema í formi þess að senda nýtt ílát í skiptum fyrir það sem tjónast.

Æskilegt er að ílát í langtímaleigu séu þrifin eftir þörfum og að notkun þeirra miðist við merkingar á ílátum.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)
Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Lög og varnarþing
Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

Lánsviðskipti og greiðsluskilmálar:
Óski viðskiptavinur eftir að komast í lánsviðskipti hjá Terra mun Terra leggja mat á lánshæfni viðskiptavinarins, áður en til viðskipta kemur. Við mat á lánshæfni nýtir Terra sér m.a. áhættumatsgreiningu CreditInfo hf sem byggir á greiðsluhegðun og opinberum skráningum um vanskil, ásamt fleiri atriðum.

Greiðslufrestur í lánsviðskiptum er 10 dagar, þ.e. eindagi reiknings er 10 dögum eftir útgáfudag. Dragist greiðsla fram yfir eindaga reiknast dráttarvextir frá útgáfudegi til greiðsludags en dragist greiðsla 5 daga eða meira fram yfir eindaga leggst auk þess á vanskilagjald. Dragist greiðsla meira en 35 daga fram yfir eindaga stöðvast öll þjónusta við viðskiptavin þar til greiðsla hefur borist. Langvinn vanskil geta síðan leitt til þess að gripið sé til löginnheimtuaðgerða með tilheyrandi kostnaði fyrir viðskiptavin.