- Fyrirtæki
- Heimili
- Vörulisti
- Um Terra umhverfisþjónustu
Í almennu tunnuna sem getur verið grá eða svört fer sá úrgangur sem ekki er endurvinnanlegur.
Skola þarf efnið og losa tappa af brúsum. Fernur, skolaðar og samanbrotnar.
Ekki gler vegna slysahættu við flokkun!
Tekið er við gleri og spilliefnum, svo sem rafhlöðum og ljósaperum í móttökustöðinni Gámu - Höfðaseli 15
Í grænu endurvinnslutunnuna má setja allar plastumbúðir, málma, pappír og pappa.
Opnunartími:
Virka daga kl. 10:00-12:00 og 13:00-18:00
Laugardaga kl. 10:00-14:00.
(Opnunartími er birtur með fyrirvara um breytingar hjá sveitarfélaginu)
Terra á Vesturlandi sér um rekstur endurvinnslustöðvar Gámu að Höfðaseli 16.
Símanúmer Gámu er 435-0000 og er opnunartími alla virka daga frá kl. 10-12 og 13-18 og á laugardögum frá kl. 10-14.
Klippikort
Fasteignaeigendur eru minntir á "Gámukortin" (klippikort) sem fást afhent í þjónustuveri kaupstaðarins. Hver íbúðareigandi getur fengið afhent eitt kort árlega sem veitir handhafanum rétt til endurgjaldslausrar afhendingar á allt að 3 m3 af heimilisúrgangi í móttökustöðinni Gámu.
Vekjum athygli á því að söfnun nytjahluta fyrir nytjamarkaðinn Búkollu er í Gámu. Búkolla er á vegum Akraneskaupstaðar.
Endurvinnsla á flöskum og dósum
Í Fjöliðjunni á Akranesi er boðið er upp á verndaða vinnu og endurhæfingu fyrir þá sem þess þurfa og leita eftir þjónustu. Fjölbreytt vinna fer þar fram og starfsfólkið tekst á við mörg ólík verkefni. Til að mynda fer þar fram endurvinnsla dósa og telja starfsmenn Fjöliðjunnar umbúðirnar. Á hverju ári tekur starfsfólk Fjöliðjunnar á móti og telur á þriðju milljón umbúða. Fjöliðjan er staðsett á Smiðjuvöllum og er hún opin alla virka daga frá kl. 8:00-11:45 og frá kl: 13:00-15:45. Fjöliðjan er á vegum Akraneskaupstaðar.
Bílar í förgun
Íbúar þurfa að skila bílnúmerum inn til Frumherja og afskrá bílana. Þá er hægt að fara með afskráða bíla í Gámu.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán-fim: 8:00-18:00 og fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00