Endurvinnslutunna
  • Dagblöð
  • Tímarit
  • Umslög
  • Sléttur pappi
  • Bylgjupappi
  • Pizzakassar
  • Morgunkornskassar
  • Niðursuðurdósir
  • Lok af glerkrukkum
  • Plastbrúsar
  • Plastfilma
  • Plastpokar
  • Frauðplast
  • Gjafapappír
  • Plastöskjur
  • Sprittkertabikarar 

Skola þarf efnið og losa tappa af brúsum. Fernur, skolaðar og samanbrotnar.

Ekki gler vegna slysahættu við flokkun!

Í grænu endurvinnslutunnuna má setja allar plastumbúðir, málma, pappír og pappa. 

Blandaður úrgangur
  • Salernisúrgangur
  • Úrgangur frá gæludýrahaldi
  • Bleyjur
  • Gúmmíhanskar
  • Umbúðir sem ekki er hægt að hreinsa
  • Tyggjó

Í almennu tunnuna sem getur verið grá eða svört fer sá úrgangur sem ekki er endurvinnanlegur.

Matarleifar
  • Ávextir og ávaxtahýði
  • Grænmeti og grænmetishýði
  • Egg og eggjaskurn
  • Kjöt og fiskafgangar + bein
  • Mjöl, grjón, pizza og pasta
  • Brauðmeti, kex og kökur
  • Kaffikorgur og kaffipokar
  • Teblöð og tepokar
  • Mjólkurvörur og grautar
  • Pottaplöntur og blóm
  • Kámaðar pappírsþurrkur
  • Tannstönglar, íspinnaprik og sushiprjónar

Í brúnu tunnuna mega fara allir matarafgangar og annar lífrænn úrgangur sem til fellur.

Landbúnaðarplast

Leiðbeiningabæklingur um flokkun á landbúnaðarplasti eða heyrúlluplasti til endurvinnslu er hægt að nálgast hér.

Landbúnaðarplast sem er notað utan um heyrúllur er úrvalsplast sem er tilvalið í endurvinnslu. Ef plastið er ekki rétt flokkað eða óhreint er ekki hægt að endurvinna það.

Gámasvæði í Reykjárhverfi norðan Hrafnagilsskóla
Reykárhverfi

Opnunartímar

Opnunartími:

Þriðjudaga    kl. 13:00 - 17:00

Fimmtudaga    kl. 13:00 - 17:00

Laugardaga kl. 13:00 - 17:00

(Opnunartími er birtur með fyrirvara um breytingar hjá sveitarfélaginu)

Gert er ráð fyrir að íbúar fari á Gámavöll með allan stærri og grófari úrgang sem fylgir heimilishaldi.


Önnur spilliefni en rafgeymar flokkist í sérmerkt ker á svæðinu.


Rauði krossinn tekur við notuðum fötum og skóm að Viðjulundi 2 Akureyri.


Kertaafgöngum fataefnum og lérefti er safnað á gámavelli í samstarfi við Plastiðjuna Bjarg.

Móttaka skilagjaldsumbúða:
Endurvinnslan Réttarhvammi 3, sími 461 2838.

(Opnunartími er birtur með fyrirvara um breytingar hjá sveitarfélaginu.)
Gjaldfrjálst

Bylgju-/sléttur pappi
Dagblöð og tímarit
Skrifstofupappír
Fernur
Plastílát
Rúllubaggaplast
Spilliefni (T.d. málning, olíur og fl.) frá einstaklingum.
Rafgeymar
Rafhlöður
Raftæki/rafeindatæki
Kælitæki
Timbur
Grófur úrgangur
Gler, postulín og flísar
Garðaúrgangur
Hjólbarðar
Málmar
Kertaafgangar