- Þjónusta
- Vörur
- Um okkur
Í almennu tunnuna sem getur verið grá eða svört fer sá úrgangur sem ekki er endurvinnanlegur.
Skola þarf efnið og losa tappa af brúsum. Fernur, skolaðar og samanbrotnar.
Ekki gler vegna slysahættu við flokkun!
Í endurvinnslutunnuna má setja allar plastumbúðir, málma, pappír og pappa.
Leiðbeiningabæklingur um flokkun á landbúnaðarplasti eða heyrúlluplasti til endurvinnslu er hægt að nálgast hér.
Landbúnaðarplast sem er notað utan um heyrúllur er úrvalsplast sem er tilvalið í endurvinnslu. Ef plastið er ekki rétt flokkað eða óhreint er ekki hægt að endurvinna það.
Í lífræna hólfið í tunnunni fara allir matarafgangar og annar lífrænn úrgangur sem til fellur
Sumartími (16.05. til 15.08)
Mánudaga - föstudaga kl. 13:00 - 20:00
Laugardaga og sunnudaga kl. 13:00 - 17:00
(Opnunartími er birtur með fyrirvara um breytingar hjá sveitarfélaginu.)
Vetrartími (16.08. til 15.05)
Mánudaga - föstudaga kl. 13:00 - 18:00
Laugardaga og sunnudaga kl. 13:00 - 17:00
(Opnunartími er birtur með fyrirvara um breytingar hjá sveitarfélaginu)
Terra Norðurland sér um sorphirðu á Akureyri.
Sími: 414 0200 og netfangið er nordurland@terra.is
Notendur þurfa klippikort til að komast inn á Gámasvæðið við Réttarhvamm. Kortin fást í þjónustuveri Ráðhússins, Geislagötu 9. Leigjendur verða að nálgast kortin hjá leigusala eða að kaupa sér kort. Leigjendur hjá Akureyrarbæ sækja kortin til fjölskyldusviðs á Glerárgötu 26.
Klippt verður fyrir gjaldskyldan úrgang á meðan tekið verður á móti ógjaldskyldum úrgangi án greiðslu. Nauðsynlegt er að hafa klippikortið meðferðis þegar farið er á Gámasvæðið hvort sem um gjaldskyldan eða ógjaldskyldan úrgang er að ræða.
Hvert klipp er upp á 0,25m³ sem samsvarar 240ltr heimilistunnu. Ef að kort klárast þá verður hægt að kaupa aukakort. Gjaldskyldur og ógjaldskyldur úrgangur.
Grenndarstöðvar eru til móttöku á flokkuðum endurvinnsluúrgangi og eru víða á Akureyri (kort).
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán-fim: 8:00-18:00 og fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00