Blandaður úrgangur
 • Salernisúrgangur
 • Úrgangur frá gæludýrahaldi
 • Bleyjur
 • Gúmmíhanskar
 • Umbúðir sem ekki er hægt að hreinsa
 • Tyggjó

Í almennu tunnuna sem getur verið grá eða svört fer sá úrgangur sem ekki er endurvinnanlegur.

Plastumbúðir
 • Niðursuðurdósir
 • Lok af glerkrukkum
 • Plastbrúsar
 • Plastfilma
 • Plastpokar
 • Frauðplast
 • Plastöskjur
 • Sprittkertabikarar 

 

Í grænu plasttunnuna má setja allar plastumbúðir

Pappír og pappi
 • Dagblöð
 • Tímarit
 • Umslög
 • Sléttur pappi
 • Bylgjupappi
 • Pizzakassar
 • Morgunkornskassar

Í bláu pappatunnuna má setja allan pappa

Gámasvæði í landi Grímsstaða
Grimsstadir

Opnunartímar

Opnunartími: 

Miðvikudaga kl. 15:00-16:00
Laugardaga   kl. 10:00-12:00

 

(Opnunartími er birtur með fyrirvara um breytingar hjá sveitarfélaginu)  

Gámavöllur í landi Grímsstaða
Á gámavellinum er starfsmaður sem tekur á móti fólki og metur farma sem komið er með. Völlurinn er opinn öllum sem þangað leita. íbúar sveitarfélagsins og sumarbústaðareigendur fá klippikort sem skoðast sem aðgöngumiði að gámavelli. Rekstraraðilar geta komið á gámavöllinn og greiða fyrir losun á sorpi eftir gjaldskrá um sorphirðu í Skútustaðahrepi sem samþykkt er af sveitarstjórn.

(Opnunartími er birtur með fyrirvara um breytingar hjá sveitarfélaginu.)
Gjaldskylt

Blandaður úrgangur

Grófur úrgangur /Húsgögn

Blandað timbur

Plast sem ekki eru umbúðir

Steinefni: gler-mold-múrbrot

Gjaldfrjálst

Plastumbúðir

Bylgjupappi

Dagblöð/Tímarit/Pappi

Fernur

Málmar

Hjólbarðar

Landbúnaðarplast

Steikingarfeiti

Raftæki

Spilliefni

Gjaldskyldur úrgangur og endurvinnslu úrgangur

Nánari upplýsingar um hvað flokkast sem gjaldskyldur úrgangur og endurvinnslu úrgangur má sjá hér.

Allur úrgangur sem fellur undir gjaldskylt þurfa rekstraraðilar að greiða fyrir á gámavelli og heimili þurfa að sýna klippikort sem starfsmaður klippir af í samræmi við rúmmál farms. Úrgangur sem fellur undir endurvinnslu flokkinn þarf ekki að greiða fyrir og ekki er tekið klipp af klippikortum. Steinefni og garðaúrgangur er losaður án endurgjalds á gámavelli.

Mikilvægt er að allir sem koma með farma á gámavöll séu búnir að forflokka og rúmmálsminnka farminn eins og kostur er.

Klippikort
Allir greiðendur sorphirðugjalda, heimili og sumarbústaðir, geta nálgast klippikort á opnunartíma á skrifstofu sveitarfélagsins. Með sorphirðugjöldunum fylgir eitt klippikort á ári. Ef kortið klárast er hægt að kaupa nýtt kort á 8500 kr. á skrifstofu sveitarfélagsins. Eitt klipp á klippikortinu er 0,25 rúmmetrar, heildar rúmmetra fjöldi á hverju korti eru 4 rúmmetrar. Einungis er tekið klipp af förmum sem eru gjaldskyldir. Rekstraraðilar fá ekki klippikort en þeir geta losað á gámavelli og er þá rukkað fyrir í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins.