Djúpgámar

Einn af fjölmörgum kostum djúpgámanna er sá að þeir ýta undir aukna flokkun sorps í heimahúsum en þeir eru þá nokkrir á sama stað þannig að íbúar geta sett flokkað rusl í réttan gám. Þetta verður til þess að fleiri tegundir endurvinnsluefna eru flokkaðar frá almennu sorpi.

Þar að auki er mikið pláss í þessum gámum án þess þó að það sjáist mikið í þá. Stærsti hluti gámsins, sem getur verið 1,2 til fimm rúmmetrar, er neðanjarðar og einungis efsti hluti hans er sýnilegur og þar er hólf þar sem þú getur flokkað ruslið. Efsti hluti gámsins er álíka stór og hefðbundin ruslatunna og flokkunartunnur. 

Sjá fleiri gerðir djúpgáma

Framhlaðningsgámar

Framhlaðningsgámarnir okkar fást í stærðum frá 1,75–8 m3.

Lág hleðsluhæð og þægileg plastlok gera framhlaðningsgáma okkar sérlega örugga og notendavæna.

Sjá fleiri gerðir framhlaðningsgáma

Opnir krókgámar

Opnu krókgámarnir okkar eru í stærðum 7–30 m3.  Gámarnir henta vel við framkvæmdir og þar sem stendur til að blanda nokkrum efnisflokkum saman í einn gám. 

Sjá allar stærðir krókgáma

Lokaðir krókgámar

Lokuðu krókgámarnir okkar eru í stærðum 12–25 m3.  Gámarnir henta vel við framkvæmdir og þar sem stendur til að blanda nokkrum efnisflokkum saman í einn gám. 

Sjá allar stærðir krókgáma

Pressugámar

Pressugámar henta vel þar sem mikill pappi fellur til. Hægt er að koma fyrir miklu magni af pappa í gáminn og innihaldið er síðan pressað til að nýta plássið sem best.

Nánar um pressugáma

Tunnur og kör

Tunnurnar okkar eru í stærðum 120–1.100 l og við getum útvegað mismunandi liti á þær. Við seljum einnig aukahluti fyrir tunnur, lok, festingar og fleira.

Sjá fleiri stærðir og gerðir af tunnum

Sjá festingar og aukahluti fyrir tunnur