
Hentu minna – borgaðu minna
.Þægileg lausn sem hentar vel stærri húsfélögum og fasteignafélögum og einnig á öðrum stöðum þar sem margir aðilar deila saman sorprými og ílátum. Lausnin sér um að halda utan um úrgangslosun hvers aðila og vigtar og metur kostnaðinn á því sem hent var og því hægt að innheimta hvern aðila eftir notkun. Öll gögn eru síðan aðgengileg inni á Mínum síðum Terra og einnig er hægt að veita hverjum aðila aðgang að sínum úrgangsgögnum, hvenær var losað, hver losaði og í hvað miklu magni.
Hægt er að aðlaga lausnina nánar að þínum aðstæðum.