Gistieiningar – Fjölbreytni í uppröðun og frágangi

Tilbúnar gistieiningar gefa möguleika á að auka gistirými á fljótlegan og hagkvæman hátt.

Gistieiningarnar taka vel á móti gestum og mæta fjölbreyttum óskum þeirra. Þeim má raða á ýmsan hátt, með tengigöngum eða sem stökum einingum. Húsin eru vönduð og standast allar kröfur byggingarreglugerðar um einangrun, hljóðvist, frágang og öryggi. Contimade fyrirtækið í Tékklandi býður upp á sérsmíði eininga, allt eftir óskum viðskiptavina.

Gistieiningarnar hafa reynst vel við íslenskar aðstæður og eru í notkun víða um landið.

Sjá fleiri verkefni

Salernislausnir

Salernis- og snyrtieiningar eru fáanlegar í ýmsum stærðum og útfærslum, með eða án baðaðstöðu. Þetta er tilvalin lausn þar sem þörf er á slíkri aðstöðu í lengri eða skemmri tíma. Aðilar í byggingariðnaði og verktakar eru sérstaklega ánægðir með þessar lausnir.

Sveitarfélög og ferðaþjónustufyrirtæki nýta þau í ýmsum tilgangi, á torgum, tjaldsvæðum og öðrum útivistarsvæðum.

Sjá fleiri verkefni

Skrifstofuhúsnæði – Fullbúið húsnæði með litlum tilkostnaði

Skrifstofueiningar fást í nokkrum stærðum og óteljandi möguleikar eru á að raða þeim saman eftir óskum kaupanda.

Húsin eru vönduð og standast allar kröfur byggingarreglugerðar um einangrun, frágang og öryggi og hafa reynst vel við íslenskar aðstæður. Hægt er raða þeim upp í 3 til 4 hæðir með rúmgóðum stigagangi. Hljóðvist þessara húsa er einnig við brugðið. Hægt er að velja úr miklu úrvali yfirborðsefna á loft, gólf og veggi.

Stór kostur þessara húsa er mikill tímasparnaður, á meðan verið er að vinna við jarðvinnu og sökkla eru húsin framleidd annars staðar.

Nánar um skrifstofuhúsnæði

Vinnubúðir – færanlegar húseiningar

Vinnuflokkar sem vinna við vegagerð, virkjana- og byggingaframkvæmdir þurfa oft tímabundna aðstöðu; skrifstofur, kaffistofur, geymslur og fleira.

Við bjóðum hagkvæmar húseiningar frá Schafy í Slóvakíu sem hægt er að raða saman á ótal vegu í takt við óskir og þarfir. Eigum einnig hús frá Contimade í Tékklandi í þriggja metra breidd sem getur komið sér vel. Þau hús henta ákaflega vel sem gistieiningar og matsalir með góðri lofthæð og mæta öllum kröfum byggingarreglugerðar. Hönnun og ráðgjöf til staðar, án endurgjalds.

Nánar um vinnubúðir