Vörunúmer

Árið 2010 keyptu feðgarnir Héðinn og Helgi á Geiteyjarströnd gistieiningar frá Contimade.  Um var að ræða sex hús sem mynduðu saman 8 gistiherbergi ásamt kaffistofu, eldhúsi og setustofu.  Öll herbergin voru með baðaðstöðu.  Samtals voru þetta 162 fermetrar.  Feðgarnir gengu mjög vel frá þessum einingum, settu þær á háan sökkul til að ná útsýni og klæddu svo að utan með smekklegri viðarklæðingu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Hótel Dimmuborgir Mývatnssveit
Hótel Dimmuborgir Mývatnssveit