- Fyrirtæki
- Heimili
- Um Terra
Terra einingar eiga til sölu salernislausn frá Contimade sem hentar sérstaklega vel tjaldstæðum þar sem baðaðstaða er fyrir hendi. Einingin samanstendur af salerni fyrir fatlaða og einu ókynbundnu salerni þess utan. Einnig fylgir þvottaaðstaða utandyra með útdraganlegri slöngu til hreingerninga. Hreyfistýrð ljós eru yfir þvottaaðstöðunni og inngönguhurðum.
Í meðfylgjandi myndasafni gefur að líta mismunandi almenningssalernisútfærslur frá Danfo í Svíþjóð.
Norður á Hauganesi er rekin ferðaþjónusta tengd tjaldsvæðinu. Þar er að finna salernisaðstöðu fyrir fatlaða frá Danfo í Svíþjóð. Aðstaðan hefur verið klædd smekklega í takt við lítil ferðahús á svæðinu.
Í byrjun vors 2020 setti Reykjavíkurborg upp fyrsta salernishúsið frá Danfo í Svíþjóð. Þessi salerni eru mjög tæknilega fullkomin og fer mikið af þjónustunni fram frá sérstöku tæknirými. Húsið er upp við Esjurætur og fer þar einkar vel í landslaginu.
Um sumarið 2018 var tekin í notkun þessi myndarlega salernisaðstaða við tjaldstæðið í Vogum, Vatsnleysuströnd. Um er að ræða 21 fermetra hús frá Contimade í Tékklandi og þar er gert ráð fyrir hreyfihömluðum notendum.
Árið 2019 var sett upp 24 fermetra Contimade hús við tjaldstæði Hótels Framtíðar þar sem gestum gefst kostur á salernis- og sturtuaðstöðu. Aðstaða fyrir hreyfihamlaða er einnig með miklum ágætum.
Þetta salernishús hefur verið í fullri notkun við tjaldsvæðið á Akranesi síðan árið 2007. Það er 21 fermetra húseining frá Contimade.
Vorið 2018 var sett upp salernis- og sturtuaðstaða frá Contimade við tjaldsvæðið á Hellishólum í Fljótshlíð. Það er um það bil 25 fermetrar að stærð. Á húsinu eru einnig útivaskar fyrir tjaldsvæðisnotendur.
Þetta salernishús hefur verið í fullri notkun við tjaldsvæðið á Hvolsvelli síðan árið 2013. Það er 21 fermetra húseining frá Contimade.
Vorið 2018 var sett upp salernisaðstaða fyrir ferðamenn sem heimsækja Goðafoss. Salerniseiningarnar eru staðsettar við verslunina Goðafoss og er innangengt úr versluninni á salernin. Um er að ræða tvö 35 fermetra hús frá Contimade með sérsmíðuðu millihúsi. Þarna eru mörg salerni í mikilli notkun vegna fjölda ferðamanna sem heimsækir svæðið. Sjá teikningu.
Þessi salernisaðstaða við skógræktina í Hallormsstaðaskógi er 21 fermetra húseining frá Contimade sem hefur svo sannarlega staðist tímans tönn.
Þetta salernishús stendur í Guðmundarlundi í Kópavogi og eins og sjá má er allur frágangur þar til fyrirmyndar. Húsið er frá Schafy í Slóvakíu.
Virka daga frá kl. 8:00 til 18:00 en föstudaga frá kl.
8:00 til 17:00
Þjónustuver opið frá kl. 9:00 til 16:00
221 Hafnarfirði
Kt: 410283-0349
Sími: 535-2500
Neyðarnúmer: 660-2800