- Fyrirtæki
- Heimili
- Um Terra
Leikskólinn Kvistaborg tók í notkun bráðabirgðahúsnæði seint á árinu 2021. Húsnæðið er samsett úr fimm 3x9 metra einingum frá Contimade í Tékklandi og hefur reynst vel.
Leikskólinn Ævintýraborgir opnaði fyrsta mars 2022. Hann er settur saman úr einingum frá Contimade í Tékklandi samkvæmt óskum Reykjavíkurborgar. Húsnæðið er allt mjög skemmtilegt með nýstárlegri gluggasetningu. Almenn ánægja hefur verið með þessa aðstöðu meðal foreldra barnanna.
Garðabær hefur sett upp átta deilda smábarnaleikskóla við Vífilsstaði. Einingarnar sem koma frá Contimade í Tékklandi standast kröfur byggingareglugerðar og eru í alla staði mjög vandaðar. Hér í myndasafninu má sjá þrívíðar teikingar sem unnar voru af Stefáni Hallssyni hjá SS Ark fyrir Terra Einingar.
Árið 2020 setti Landakotsskóli upp eina skólastofu frá Contimade í Tékklandi. Hugur þeirra stendur til að bæta við salerni og annari stofu árið 2022. Sjá teikningu hér í myndasafni.
Vorið 2021 kom í ljós að það þurfti að loka Fossvogsskóla vegna myglu. Reykjavíkurborg vantaði húsnæði til bráðabirgða fyrir starfsemi skólans með litlum fyrirvara. Til mikillar lukku átti Contimade í Tékklandi tilbúnar einingar sem höfðu verið ætlaðar Covid spítala í Kólumbíu. Þær einingar voru fluttar til Íslands og þar sáu fagmenn Terra Eininga um að að breyta þeim í skólastofur. Þessari lausn var því hægt að ljúka hratt og örugglega og hefur hún vakið almenna ánægju.
Haustið 2018 voru settar upp þrjár skólastofur fyrir Vallaskóla á Selfossi. Hver skólastofa var sett saman úr tveimur húseiningum frá Contimade sem voru 30 fermetrar hvor. Enn fremur var settur upp 33 metra langur gangur sem er 2,4 metrar á breidd sem tengir skólastofuna við aðalbyggingu. Þarna var hægt að setja upp aðstöðu með mjög stuttum fyrirvara til að leysa aðkallandi vanda.
Haustið 2018 var sett upp leikskólaaðstaða á Seltjarnarnesi. Hún var sett saman úr þrettán húseiningum af mismunandi stærðum frá Contimade, alls rúmlega 300 fermetrar með skrifstofuaðstöðu. Þarna var hægt að setja upp aðstöðu með mjög stuttum fyrirvara sem nýtist uns byggingu nýs leikskóla verður lokið.
Haustið 2018 setti International School í Garðabæ upp skólastofu sem samanstendur af tveimur 27 fermetra húsum frá Contimade. Í ljósi góðrar reynslu festu þeir kaup á tveimur skólastofum til viðbótar árið 2020 en nú undir nafni Alþjóðaskólans. APH
Laugarnesskóli tók í notkun haustið 2020 tvær skólastofur sem eru samsettar úr einingum frá Contimade í Tékklandi ásamt tengigangi við skólastofur sem voru fyrir.
Eimskip setti upp kennslustofu við Sundahöfn úr einingum frá Contimade. Hún nýtist vel til kennslu og þjálfunar starfsfólks.
Hér gefur einnig að líta myndband með þrívíddar "konsept" teikningu af sambærilegri kennslustofu, samsettri úr húseiningum frá okkur:
Virka daga frá kl. 8:00 til 18:00 en föstudaga frá kl.
8:00 til 17:00
Þjónustuver opið frá kl. 9:00 til 16:00
221 Hafnarfirði
Kt: 410283-0349
Sími: 535-2500
Neyðarnúmer: 660-2800