- Fyrirtæki
- Heimili
- Um Terra
Í framhaldi af uppsetningu vinnubúða sem settar voru upp fyrir byggingu nýs landsspítala settu Terra einingar einnig upp aðstöðu fyrir skrifstofur framkvæmdastjórnar verkefnisins. Húsnæðið er á tveimur hæðum og í það voru nýttar einingar frá Contimade í Tékklandi.
Í byrjun Covid faraldursins vantaði sárlega húsnæði til að nýta fyrir skimanir. Terra einingar útveguðu tvær einingar sem voru hannaðar að óskum Landsspítalans.
Terra einingar hafa sett upp 105 fermetra byggingu fyrir Isavia. Þetta verður aðstaða Flugverk ehf. sem verður rekstraraðili flugskýlisins sem byggingin tengist. Byggingin er samsett úr fjórum Contimade einingum sem er 3 x 9 metrar hver og tengigangi sem er 2,44 x 6,05 metrar.
Fagverk er verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig einkum á þremur sviðum verktakavinnu, malbikun, malbiksfræsun og jarðvinnu fyrir malbikunarframkvæmdir. Aðstaða fyrirtækisins er á Esjumelum í Mosfellssveit og þar er húsnæði undir rannsóknarstofu og skrifstofur frá Contimade í Tékklandi.
Við Skarfabakka er bílaleigan Europcar með þjónustuhús frá Contimade fyrir farþega af skemmtiferðaskiptum.
Bílaverkstæði Hjalta á Akranesi er rómað fyrir góða þjónustu fyrir alls kyns vélknúin farartæki. Árið 2019 var sett upp viðbygging við verkstæðið úr Contimade einingum frá Terra. Í byggingunni er aðstaða fyrir starfsfólk ásamt skrifstofu fyrirtækisins.
Algaennovation Iceland rekur smáþörungaverksmiðju á Hellisheiði. Um er að ræða fyrsta verkefnið í Jarðhitagarði ON í Ölfusi, þar sem fyrirtækið nýtir rafmagn, heitt og kalt vatn og koltvísýring beint frá jarðvarmavirkjun ON á Hellisheiði. Skrifstofur fyrirtækisins ásamt rannsóknarstofu eru samsettar úr Contimade einingum frá Terra.
Frá sumrinu 2019 hefur Bílabúð Benna rekið söludeild sína fyrir notaða bíla í þessu 27 fermetra Contimade húsi.
Sumarið 2019 settu Faxaflóahafnir upp landamærastöðvar við Skarfabakka og Miðbaka. Húsin eru samsett úr Contimade einingum og þar er tekið á móti farþegum sem koma með skemmtiferðaskipum. Þar er að finna aðstöðu fyrir farþega og starfsmenn, sérstakt rými fyrir móttöku farangurs og aðstöðu fyrir skoðun skilríkja svo eitthvað sé nefnt.
Síðan 2009 hafa verkfræðinemar við háskóla Íslands hannað og smíðað eins manns rafmagnskappakstursbíla undir nafninu Team Spark. Liðið keppir svo í árlegri alþjóðlegri hönnunar- og kappaksturskeppni, Formula Student. Árið 2018 setti háskólinn upp aðstöðu frá Hafnarbakka sem nýtt er til hönnunar og smíða fyrir liðið. Um er að ræða 54 fermetra hús sem samanstendur af tveimur 3 x 9 fm húseiningum frá Contimade í Tékklandi.
Síðla árs 2016 setti Landsspítalinn upp þriggja hæða byggingu samsetta úr Contimade húseiningum í Fossvogi. Tilgangur hússins er að nýta það sem skrifstofur fyrir lækna sem áður höfðu skrifstofur í aðalbyggingunni. Þar með var unnt að nýta betur rými aðalbyggingar fyrir rannsóknir, sjúklinga og annað. Þetta leysti vandamál sem hafði verið mjög aðkallandi fyrir stofnunina og læknar hafa lýst yfir ánægju með þessa lausn.
Í ársbyrjun 2015 tók Landsspítalinn í notkun þriggja hæða byggingu samsetta úr Contimade húseiningum við Hringbraut. Tilgangur hússins er að nýta það sem skrifstofur fyrir lækna sem áður höfðu skrifstofur í aðalbyggingunni. Þar með var unnt að nýta betur rými aðalbyggingar fyrir rannsóknir, sjúklinga og annað. Þetta leysti vandamál sem hafði verið mjög aðkallandi fyrir stofnunina og læknar hafa lýst yfir ánægju með þessa lausn.
Við höfum unnið margvísleg verkefni fyrir Eimskip. Má þar nefna reiðhjólageymslu, búningsklefa, reykhús, skrifstofur að ógleymdri aðstöðu til kennslu og/eða fyrirlestra.
Hér gefur að líta myndband með þrívíddar "konsept" teikningu af sambærilegri kennslustofu, samsettri úr húseiningum frá okkur:
Aðstaða Akureyri Whale Watching er að mestu byggð upp með húseiningum frá Terra Einingum. Þetta verkefni sýnir vel hvernig mögulegt er að breyta útliti húsa með ýmis konar klæðningum. AWW á hrós skilið fyrir smekklegan frágang.
Vorið 2017 settu Ólafur og Guðný á Þorvaldseyri upp aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum sem koma við til að sjá kvikmyndina um náttúruhamfarir á svæðinu. Um er að ræða gang, salerni fyrir fatlaða, fimm klefa unisex salerni ásamt íbúð fyrir starfsmann. Í þetta voru notaðar þrjár húseiningar frá Contimade.
Á Teigsbjargi sem er hluti af Miðfelli á Fljótsdalsheiði hefur þessi veðurradarstöð staðið síðan 2011. Hér er um að ræða sérsmíðaðan einangraðan og heilsoðinn 20 feta stálgám. Einangrun í veggjum og lofti er 12 sentimetrar en í gólfi 15 sentimetrar. Á gámnum er sérstök stálhurð með þremur læsingum til að ná 100% þéttingu á hurðinni. Það er nauðsynlegt þar sem gámurinn er settur upp á svæði þar sem allra veðra er von auk möguleika á öskufoki. PVC klæðning var sett á timburgólfið til að auðvelda þrif og auka gæði gámsins. Gámurinn var svo málaður með þykkri málningu (210 my).
Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var sett upp starfsmannaaðstaða í fimm húsum frá Contimade. Einnig útvegaði Terra einingar geymsluaðstöðu fyrir hunda á vegum Reykjavíkurborgar.
Skrifstofuaðstaða Flugfélagsins Ernir er 252 fermetrar og er samsett úr tíu húseiningum frá Contimade. Gert er ráð fyrir að önnur hæð verði sett ofan á síðar.
Höfuðstöðvar Terra í Berghellu eru meira og minna settar saman úr húseiningum frá Contimade. Þær eru alls 642 fermetrar og í þær fóru 25 húseiningar af mismunandi stærðum. Við bætist svo staðbyggður matsalur upp á sirka 100 fermetra. Í skrifstofuhluta byggingarinnar voru nýttir glerfrontar sem áður prýddu skrifstofur Samtaka iðnaðarins á Hallveigarstíg í Reykjavík, sjá myndir.
Þann 12. júlí 2012 opnaði Terra Norðurland höfuðstöðvar við Hlíðarvelli á Akureyri. Þar er skrifstofubygging upp á 312 fermetra á tveimur hæðum. Í hana voru notaðar 20 húseiningar frá Contimade sem áður höfðu hýst lögreglustöðina í Leifsstöð.
Virka daga frá kl. 8:00 til 18:00 en föstudaga frá kl.
8:00 til 17:00
Þjónustuver opið frá kl. 9:00 til 16:00
221 Hafnarfirði
Kt: 410283-0349
Sími: 535-2500
Neyðarnúmer: 660-2800