- Fyrirtæki
- Heimili
- Um Terra
Við viljum að flokkun sé einföld og sjálfsögð og hjálpum fyrirtækjum að bæta umgengni sína við jörðina. Við komum öllum efnum sem falla til í viðeigandi farveg og veitum þá ráðgjöf sem þarf til. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á námskeið með okkar helstu sérfræðingum þar sem farið er yfir stöðuna og tillögur að úrbætum ræddar. Eins heimsækjum við fyrirtæki með kynningu um flokkun fyrir alla starfsmenn til að tryggja að allir séu samstillir þegar kemur að flokkun endurvinnsluefna.
Sérfræðingur mætir á svæðið og sýnir glærukynningu. Farið er yfir mikilvægi flokkunar, hvað verður um efnin sem eru flokkuð og hvað ber að hafa í huga svo að flokkunin skili sem mestum árangri. Við komum með sett sem inniheldur algengustu umbúðir og helstu vafaatriði þegar kemur að flokkum. Að glærukynningu lokinni tökum við umræður og svörum spurningum.
Hægt er að fá þessa fræðslu á ensku.
Nýlegar umsagnir viðskiptavina
"Við vorum mjög ánægð með allt efnið, við gátum spurt að vild um það sem okkur langaði að fræðast betur um - mjög vel gert!"
"Virkilega fínt erindi og framsagan lífleg og grípandi"
"Mín upplifun var sú að allir hafi verið mjög ánægðir með framsetningu og innihald fræðslunnar og hlutföllin fyrirlestur/umræður voru mjög góð. Kærar þakkir fyrir okkur"
Námskeiðin henta vel fyrir hópa allt að 20 manns að stærð. Hópurinn mætir til okkar í Berghellu, byrjað er á glærukynningu með myndbandi sem útskýrir ferlið. Við segjum frá mikilvægi flokkunar, hvað verður um efnin sem eru flokkuð og hvað ber að hafa í huga svo að flokkunin skili sem mestum árangri. Því næst tökum við vinnustofu með okkar helstu úrgangssérfræðingum og sníðum námskeiðin að hverju fyrirtæki fyrir sig. Í lokin förum við saman og skoðum svæðið með það að leiðarljósi að gefa viðskiptavinum okkar enn betri innsýn í starfsemina og hvernig hámarka má árangur þegar kemur að flokkun.
Við bjóðum upp á rafræna fræðslu, sem hentar vel þegar flytja á kynningu í öðrum landshluta eða þar sem ekki er unnt að fylgja takmörkunum um fjölda. Við segjum frá mikilvægi flokkunar, hvað verður um efnin sem eru flokkuð og hvað ber að hafa í huga svo að flokkunin skili sem mestum árangri. Við sýnum helstu umbúðir sem falla til og förum yfir helstu vafaatriði þegar kemur að flokkum. Að glærukynningu lokinni tökum við umræður og svörum spurningum.
Nýlegar umsagnir viðskiptavina
"Mjög flott kynning, mjög skýrt farið í efnið"
"Flott og gagnleg kynning. Takk fyrir okkur"
221 Hafnarfirði
Kt: 410283-0349
Netfang: terra@terra.is
Sími: 535-2500
Neyðarnúmer: 660-2800