Námskeiðin henta vel fyrir hópa allt að 20 manns að stærð. Hópurinn mætir til okkar í Berghellu, byrjað er á glærukynningu með myndbandi sem útskýrir ferlið. Við segjum frá mikilvægi flokkunar, hvað verður um efnin sem eru flokkuð og hvað ber að hafa í huga svo að flokkunin skili sem mestum árangri. Því næst tökum við vinnustofu með okkar helstu úrgangssérfræðingum og sníðum námskeiðin að hverju fyrirtæki fyrir sig. Í lokin förum við saman og skoðum svæðið með það að leiðarljósi að gefa viðskiptavinum okkar enn betri innsýn í starfsemina og hvernig hámarka má árangur þegar kemur að flokkun.

Vinsamlegast skrifið inn dagsetningu og tímasetningu sem hentar og við sjáum hvort við getum komið til móts við það.

Verðlisti