Umhverfisfyrirtæki atvinnulífsins 2020

Þessi verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir okkar starf og góð hvatning fyrir starfsfólk Terra. En við höfum metnað til að gera enn betur. Með nýjum markmiðum, nýjum stafrænum leiðum, grænum fjárfestingum og íslensku hugviti viljum við stíga mikilvæg og græn skref inn í framtíðina, innleiða hringrásarhagkerfi og efla mikið flokkun og endurvinnslu. Þetta viljum við gera í samvinnu við fólkið í landinu, stjórnvöld og íslensk fyrirtæki, til að draga úr mengun og gróðurhúsaáhrifum og skapa um leið hagkvæmara og betra þjóðfélag

 

Lesa meira
Fróði færir flokkun og endurvinnslu á Íslandi á annað stig

Árið 2020 fjárfestum við hjá Terra í nýjum sjálfvirkum flokkara sem mun vera einn sá fullkomnasti á Norðurlöndum. Þetta er ný tækni í flokkun og endurvinnslu; vél sem notar stafræna tækni, ljósmyndaminni og fleira. Þessi nýja vél, sem við köllum Fróða, er stór fjárfesting sem færir flokkun og endurvinnslu á Íslandi á annað stig. Hægt er að flokka endurvinnsluefni mun nákvæmar og betur en áður sem er í takt við kröfur endurvinnslufyrirtækja. Nú er í fyrsta sinn á Íslandi hægt að flokka plast eftir efniseiginleikum sem getur stutt við íslenska plastendurvinnslu, og fyrstu skrefin í þá átt hafa verið tekin. Við erum að hefja mjög spennandi samstarf með öðrum íslenskum fyrirtækjum í efla íslenska plastendurvinnslu og minnka þar með mengun og stíga um leið spennandi skref í áttina að hringrásarhagkerfi – þar sem við lítum á úrganginn sem verðmæti, sem við endurnýtum aftur og aftur.

.
Fróði
Lesa meira
CCEP hlýtur umhverfisverðlaun Terra 2021

Árlega veitum við umhverfisviðurkenningu Terra fyrir framúrskarandi árangur í flokkun og endurvinnslu og CCEP á Íslandi varð fyrir valinu í ár en þau hafa verið með mjög hátt endurvinnsluhlutfall mörg ár í röð. Endurvinnsluhlutfallið sýnir okkur hversu stór hluti af því sem til fellur hjá þeim eru flokkuð endurvinnsluefni miðað við hvað fer í urðun. Eins tóku þau stórt skref við innleiðingu á umbúðum úr endurunnu plasti sem er mikilvægt þegar við horfum til hringrásarinnar - að við nýtum endurunna plastið.

Sjá myndband

 

Lesa meira