Flokkunarhandbók Terra

Flokkun með Terra umhverfisþjónustu er einföld og leikreglur skýrar svo hámarksárangur náist í hverjum flokki. Í flokkunahandbók Terra umhverfisþjónustu finnur þú flokkunarleiðbeiningar fyrir hvern flokk en sérsöfnun er í hverjum flokki til að hámarka endurvinnslu og endurnýtingu hvers flokks. Drögum úr urðun og flokkum betur fyrir jörðina okkar.

Smelltu hér fyrir flokkunarhandbókina.

Lesa meira
Fróði færir flokkun og endurvinnslu á Íslandi á annað stig

Árið 2020 fjárfestum við hjá Terra í nýjum sjálfvirkum flokkara sem mun vera einn sá fullkomnasti á Norðurlöndum. Þetta er ný tækni í flokkun og endurvinnslu; vél sem notar stafræna tækni, ljósmyndaminni og fleira. Þessi nýja vél, sem við köllum Fróða, er stór fjárfesting sem færir flokkun og endurvinnslu á Íslandi á annað stig. Hægt er að flokka endurvinnsluefni mun nákvæmar og betur en áður sem er í takt við kröfur endurvinnslufyrirtækja. Nú er í fyrsta sinn á Íslandi hægt að flokka plast eftir efniseiginleikum sem getur stutt við íslenska plastendurvinnslu, og fyrstu skrefin í þá átt hafa verið tekin. Við erum að hefja mjög spennandi samstarf með öðrum íslenskum fyrirtækjum í efla íslenska plastendurvinnslu og minnka þar með mengun og stíga um leið spennandi skref í áttina að hringrásarhagkerfi – þar sem við lítum á úrganginn sem verðmæti, sem við endurnýtum aftur og aftur.

.
Fróði
Lesa meira
CCEP hlýtur umhverfisverðlaun Terra 2021

Árlega veitum við umhverfisviðurkenningu Terra fyrir framúrskarandi árangur í flokkun og endurvinnslu og CCEP á Íslandi varð fyrir valinu í ár en þau hafa verið með mjög hátt endurvinnsluhlutfall mörg ár í röð. Endurvinnsluhlutfallið sýnir okkur hversu stór hluti af því sem til fellur hjá þeim eru flokkuð endurvinnsluefni miðað við hvað fer í urðun. Eins tóku þau stórt skref við innleiðingu á umbúðum úr endurunnu plasti sem er mikilvægt þegar við horfum til hringrásarinnar - að við nýtum endurunna plastið.

Sjá myndband

 

Lesa meira