• Trúnaðargagnaeyðing

    Trúnaðargagnaeyðing

    Terra Efnaeyðing  býður upp á sérhæfða, ábyrga og umhverfisvæna þjónustu við eyðingu á trúnaðarupplýsingum, hvort sem þær er að finna á pappír, filmum eða hörðum miðlum (diskum). Filmur og diskar eru tættir fyrir förgun.

    Trúnaðarskjöl eru einnig tætt en pappír fer síðan í endurvinnslu. Ef viðskiptavinir óska þess er þeim velkomið að vera viðstaddir eyðingu gagna og þarf þá að panta tíma hjá starfsfólki Terra Efnaeyðingar í síma 559-2200 eða í tölvupósti efnaeyding@terra.is

    Rík áhersla er lögð á fullkomið öryggi og trúnað gagnvart viðskiptavinum.