- Fyrirtæki
- Heimili
- Um Terra
Eigum fyrirliggjandi ný eða notuð smáhýsi allt frá litlum stöðluðum vinnuskúrum upp í sérbyggðar skrifstofu- og gistieiningar. Þetta eru færanlegar húseiningar til sölu eða leigu. Vinnuflokkar sem vinna við vegagerð, virkjana- og byggingarframkvæmdir þurfa oft tímabundna aðstöðu, svo sem skrifstofur, kaffistofur, geymslur og fleira.
Við bjóðum hagkvæmar húseiningar frá Schafy í Slóvakíu sem hægt er að raða saman á ótal vegu í takt við óskir kaupanda. Eigum einnig hús frá Contimade í Tékklandi í þriggja metra breidd sem getur komið sér vel. Þau hús henta ákaflega vel sem gistieiningar og matsalir með góðri lofthæð og mæta öllum kröfum byggingarreglugerðar. Hönnun og ráðgjöf til staðar, án endurgjalds.
Varðandi útleigu og þjónustu á vinnuskúrum, þá er síminn 535-2550 og netfangið er einingar@terra.is