Fara í efni  
Terra - Skiljum ekkert eftir
  • Þjónusta
    • Söfnun endurvinnsluefna og úrgangs
    • Spilliefni og raftæki
    • Flokkunarleiðbeiningar og úrgangsflokkar
    • Hvað verður um úrganginn?
    • Fróðleikur
    • Þjónustumarkmið
  • Vörur
  • Vinnustaðurinn
    • Vinnustaðurinn
    • Störf í boði
  • Um okkur
    • Fyrirtækið
    • Sjálfbærni
    • Endurvinnslustöðvar
      • Norðurland
      • Suðurland
      • Suðurnes
      • Vesturland
    • Starfsstöðvar
      • Vesturland
        • Vörulisti
        • Móttökustöðvar
        • Sorphirðudagatöl
        • Opnunartími og tengiliðir
      • Norðvesturland
        • Vörulisti
        • Móttökustöðvar
        • Sorphirðudagatöl
        • Opnunartími og tengiliðir
      • Norðurland
        • Vörulisti
        • Móttökustöðvar
        • Sorphirðudagatöl
        • Opnunartími og tengiliðir
        • Kynningarefni og bæklingar
      • Austurland
        • Vörulisti
        • Terra þjónustar Alcoa
        • Hvað getum við gert?
        • ISO 14001 umhverfisvottun
        • Tengiliðir
      • Höfuðborgarsvæðið
        • Vörulisti
        • Opnunartími og símanúmer
        • Sorphirðudagatöl
      • Suðurnes
      • Vestmannaeyjar
    • Tengiliðir
    • Vottanir og stefnur
    • Rafræn vöktun
    • Fréttir
    • Skilmálar
  • Vottanir
  • Hafa samband
  • Mínar síður
Forsíða / Þjónusta / Spilliefni og raftæki

Spilliefni og raftæki

Meginstarfsemi Terra Efnaeyðingar

Terra Efnaeyðing sérhæfir sig í flutningi, meðhöndlun og frágangi á spilliefnum og raftækjum til endurnýtingar, endurvinnslu eða eyðingar. Fyrirtækið vinnur skv. reglum gæðastjórnunarstaðalsins ISO 9001 og umhverfisstjórnunarstaðalsins 14001 og er eini sérhæfði aðilinn í móttöku spilliefna á Íslandi.

Terra Efnaeyðing er staðsett í Berghellu 1, 221 Hafnarfirði en sinnir söfnun á spilliefnum og raftækjum um land allt. Hægt er að senda fyrirspurnir á efnaeyding@terra.is og síminn er 559 2200

Fastir viðskiptavinir geta nýtt sér pöntunarform á vefnum til að færa inn beiðnir um losanir á ílátum, sjá hnapp hér að ofan. 

Skoða gjaldskráSkoða starfsleyfi

Gjaldskrá var síðast hækkuð þann 1. janúar 2024 

Þjónusta í boði

Auk móttöku á spilliefnum og raftækjum sinnir Terra Efnaeyðing margvíslegri annarri þjónustu s.s. söfnunarþjónustu (losun íláta), skjalaeyðingu, söfnun matarolíu, vöruförgun, sölu og/eða leigu sérhæfðra íláta og ráðgjöf um spilliefni

Vöruförgun

Terra Efnaeyðing tekur að sér að farga vörum sem einhverra hluta vegna mega ekki fara í eða taka þarf úr sölu, t.d. vegna galla eða vegna þess að endingartími vörunnar er liðinn.Hér getur t.d. verið um að ræða mat- og drykkjarvöru.

Sé þess óskað er gefið út vottorð um eyðinguna.

Senda fyrirspurn um þessa þjónustu

 

Söfnun á matarolíu

Terra Efnaeyðing hefur með höndum söfnun á matarolíu (steikingarolíu). Olíunni er eðli máls samkvæmt aðallega safnað hjá veitingastöðum, mötuneytum og matvælaframleiðendum sem nota hana til djúpsteikingar.

Olían er send til endurvinnslu og er unnin úr henni lífdísilolía sem notuð er sem eldsneyti á ýmis tæki.

Senda fyrirspurn um þessa þjónustu

Ráðgjöf um spilliefni

Starfsfólk Terra Efnaeyðingar hefur sérþekkingu á flokkun spilliefna, eiginleikum þeirra og hvaða hætta fylgir hverjum efnaflokki. Einnig á reglum um merkingar, flutninga, söfnun og geymslu. Í tilvikum þar sem reynir á dýpri skilning á efnafræði en gengur og gerist hefur Terra Efnaeyðing yfir slíkri þekkingu að ráða. Terra Efnaeyðing veitir m.a. ráðgjöf um heppileg söfnunar- og geymsluílát og hefur slík ílát á boðstólum.

Panta ráðgjöf um spilliefni

Söfnunarþjónusta

Terra Efnaeyðing býður upp á alhliða söfnunarþjónustu spilliefna. Terra Efnaeyðing útvegar heppileg ílát, hvort sem um er að ræða spilliefni, raftæki, trúnaðarskjöl, matarolíu, málma, veiðarfæri eða önnur endurvinnsluefni.

Við komum svo og sækjum ílátið þegar það er orðið fullt, oftast innan tveggja sólarhringa frá því að óskað var eftir losun.

Að öllu jöfnu er komið með skiptiílát í staðinn, nema þess sé ekki óskað. Terra Efnaeyðing hefur tekið upp pöntunarform á vefnum þar sem viðskiptavinir geta fært inn beiðnir um losun.

Senda fyrirspurn um þessa þjónustu

Eyðing trúnaðargagna

Terra Efnaeyðing býður upp á sérhæfða, ábyrga og umhverfisvæna þjónustu við eyðingu á trúnaðarupplýsingum, hvort sem þær er að finna á pappír, filmum eða hörðum miðlum (diskum). Filmur og diskar eru tættir fyrir förgun. Trúnaðarskjöl eru einnig tætt en pappír fer síðan í endurvinnslu.

Við byggjum á 20 ára reynslu og vinnum samkvæmt vottuðum verkferlum undir gæðakerfunum ISO-9001 og EN-15713.

Ef viðskiptavinir óska þess er þeim velkomið að vera viðstaddir eyðingu gagna og þarf þá að panta tíma hjá starfsfólki Terra Efnaeyðingar í síma 559-2200 eða í tölvupósti efnaeyding@terra.is  . Rík áhersla er lögð á fullkomið öryggi og trúnað gagnvart viðskiptavinum.

Skoða kynningarmyndband

Senda fyrirspurn um þessa þjónustu

Móttaka raftækja

Terra Efnaeyðing hefur annast söfnun á raftækjum um langt árabil og bæði sótt og tekið við þeim frá söfnunarstöðvum sveitarfélaga og fyrirtækjum um land allt.

Þessi málaflokkur fór í nýjan farveg í ársbyrjun 2009 með breytingu á lögum um meðferð úrgangs. Samfara þessum breytingum hefur umfang þessarar starfsemi aukist hjá Terra Efnaeyðing . Terra Efnaeyðing leggur mikla áherslu á rétta meðhöndlun raftækja.

Senda fyrirspurn um þessa þjónustu

Vöruúrval

Erum með mikið úrval af vörum sem koma að góðum notum við söfnun á spilliefnum, raftækjum og sóttmenguðum úrgangi. 

Trúnaðarskjalatunna

Læst tunna undir skjöl til eyðingar. Terra Efnaeyðing býður upp á sérhæfða, ábyrga og umhverfisvæna þjónustu við eyðingu á trúnaðarupplýsingum, hvort sem þær er að finna á pappír, filmum eða hörðum miðlum (diskum). Filmur og diskar eru tættir fyrir förgun.

Algengasta stærð er 120 l:

Breidd: 48 cm - Hæð: 93.5 cm - Dýpt: 56 cm

Möguleiki er á fleiri stærðum af tunnum:

140, 240, 360 og 660 lítra.

Senda fyrirspurn um þessa vöru

Raftækjatunna

Terra Efnaeyðing býður upp á örugga förgun og endurvinnslu spilliefna, raftækja og endurvinnsluefna sem til falla á skrifstofum. Við útvegum ílát og sækjum!

Í raftækjatunnuna má m.a. setja rafhlöður, lítil raftæki, prenthylki og málma.

Algengasta stærð er 120 lítra:

Breidd: 48 cm - Hæð: 93.5 cm - Dýpt: 56 cm

Möguleiki er á fleiri stærðum af tunnum:

140, 240, 360 og 660 lítra.

Senda fyrirspurn um þessa vöru

Spilliefnakar 380 eða 660 ltr

380ltr eða 660ltr spilliefnakar fyrir spilliefni.

380 ltr spilliefnakar fyrir spilliefni

Breidd: 75 cm - Hæð: 75 cm - Lengd: 95 cm

660ltr spilliefnakar fyrir spilliefni

Breidd: 103 cm - Hæð: 75 cm - Lengd: 123 cm

Senda fyrirspurn um þessa vöru

Spilliefnakar 1000 ltr

1000 lítra spilliefnakar fyrir spilliefni.

Breidd: 118 cm
Hæð: 89 cm
Lengd: 147 cm

Senda fyrirspurn um þessa vöru

Rafhlöðutunna

Tunna fyrir rafhlöður, farsíma og önnur smáraftæki

Senda fyrirspurn um þessa vöru

Rafhlöðuaskja

Lítil askja sem hentar vel fyrir rafhlöður, farsíma og önnur smáraftæki.

Senda fyrirspurn um þessa vöru

Hjólakar undir sóttmengaðan úrgang 660 ltr

660l plastkar undir sóttmengaðan úrgang.

Breidd: 125.5 cm - Hæð: 121.8 cm - Dýpt: 77.3 cm

Senda fyrirspurn um þessa vöru

Pokar undir sóttmengað

Pokar undir sóttmengaðan úrgang til brennslu fást í tveimur stærðum.

Minni pokar (50 stk. í búnti):

85cm * 50cm

Stærri pokar (25 stk. í búnti):

120cm * 73cm

Senda fyrirspurn um þessa vöru

Tunnur undir sóttmengaðan úrgang

Tunnur undir sóttmengað eru seldar með álímanlegu loki sem eykur öryggi við meðhöndlun sóttmengaðs úrgangs.

Þær eru til í tveimur stærðum, 30 og 60 lítra.

Senda fyrirspurn um þessa vöru

Nálabox

Nálabox eru notuð til að safna sprautunálum og öðrum eggbeittum áhöldum og hlutum sem eru sóttmenguð.

Þau fást í tveimur stærðum, 2ja og 4ra lítra.

Senda fyrirspurn um þessa vöru

Uppsogsefni

Uppsogsefni (ísogsefni) er notað til upphreinsunar á spilliefnum s.s. olíu, málningu o.fl. sem spillast níður á jörð. Um er að ræða náttúrulegan sandstein sem dregur í sig fljótandi efni sem honum er stráð yfir.

Senda fyrirspurn um þessa vöru

Flokkar raftækja

Efnaeyðing flokkar raftæki í fimm flokka eftir mismunandi meðhöndlun sem þau krefjast. 

Kælitæki

Tækin eru send til meðhöndlunar og endurvinnslu í Danmörku og Svíþjóð þar sem málmur og plast eru aðskilin frá einangruninni. Málmurinn og plastið fara í endurvinnslu en kælimiðlinum og einangruninni er eytt með brennslu.

Skjáir

Sjónvarps- og tölvuskjáir eru sendir til endurvinnslu í Svíþjóð.

Túbuskjáir fara í sérstakan farveg þar sem fosfór er fjarlægur og blýmengaðir hlutar aðgreindir og settir í sérstaka meðhöndlun. Aðrir hlutar túbuskjásins, aðallega járn, ál, kopar og móðurborð, fara í endurvinnslu,. Flatskjáir fara í annan farveg þar sem kvikasilfur er fjarlægt en aðrir hluta skjásins fara í endurvinnslu.

Ljósaperur

Ljósaperum er safnað sérstaklega vegna þess að flúorperur, halógenperur og sparperur innihalda spilliefnin flúor og kvikasilfur sem þarf að fanga til að þau komist ekki í jarðveg.

Þessi flokkur er meðhöndlaður innanlands þannig að perurnar eru muldar og flúorryk og kvikasilfur aðskilið frá glermulningnum. Glermulningurinn fer til landfyllingar en spilliefnin í eyðingu erlendis.

Önnur stór raftæki

Hér undir falla þvottavélar, uppþvottavélar, þurrkarar, helluborð, bökunarofnar, eldavélar og örbylgjuofnar.

Þessi tæki eru afhent málmasöfnurum innanlands sem flytja þau til endurvinnslu erlendis.

Önnur raftæki

Önnur raftæki fara í endurvinnslufarveg erlendis þar sem málmar og plast eru aðskilin og fara síðan í frekari endurvinnslu.

Reglur

Löggjöf um spilliefni var fyrst samþykkt á Alþingi árið 1996 og er markmið laganna að koma í veg fyrir mengun af völdum spilliefna á landi, í vatni eða í sjó, með því að skapa hagræn skilyrði fyrir söfnun, meðhöndlun og viðunandi endurnýtingu eða eyðingu þeirra. Lög þessi voru síðar endurskoðuð og gildissvið þeirra breikkað og heita nú lög um úrvinnslugjald nr. 162/2002.

Samkvæmt lögunum er svokallað úrvinnslugjald lagt á vörur sem innihalda efni sem geta verið skaðleg umhverfi eða mönnum. Gjaldið rennur í Úrvinnslusjóð og er ætlað til að greiða fyrir söfnun spilliefna og rétta meðhöndlun þar til bærra aðila á þeim.

Gjöld....

Flest spilliefni bera úrvinnslugjald sem leggst á þau við innflutning eða við framleiðslu innanlands. Þannig verður úrvinnslugjaldið hluti af verði þeirra vara sem innihalda spilliefnin. Þess vegna geta handhafar spilliefna (úrgangshafar) skilað þeim sér að kostnaðarlausu á söfnunarstöðvar sveitarfélaga eða beint inn á móttökustöðvar þjónustuaðila spilliefna.

Nokkur tilvik eru um spilliefni sem ekki bera úrvinnslugjald og leggja þjónustuaðilar spilliefna (eins og Terra Efnaeyðing ) á eigin móttökugjöld í þeim tilvikum. Slík móttökugjöld eru nær eingöngu greidd af sveitarfélögum vegna skila þeirra á spilliefnum til Terra Efnaeyðingar eða af fyrirtækjum sem vegna starfsemi sinnar höndla með slík efni.

Við viljum heyra frá þér

Safnreitaskil
Einval

Safnreitaskil
Safnreitaskil

facebook instagram youtube linkedin

 

 

 

Opnunartími Terra 

Móttökustöðin Berghellu 1 er opin alla virka daga: 8:00-17:00

Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00

Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00

Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin alla virka daga: 8:00-17:00

Móttökustöðin í Vestmannaeyjum er opin virka daga: 10:00-18:00 og helgar 11:00-16:00

Móttökustöðin Akranesi er opin mán, þri, mið og fös: 10:00-18:00, fim 10:00-20:00 og lau 9:00-15:00

 

Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00  

Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00                                                                                                                  

 

 

Terra 

Berghellu 1

221 Hafnarfirði

Kt: 410283-0349

Sími: 5352500

Hafa samband

Störf í boði

Viðskiptaskilmálar 

Persónuverndarstefna

Styrktarbeiðni

Hvernig getum við aðstoðað þig?

Hrós, kvörtun eða ábending
Netspjall
Hafa samband
Mínar síður