Efnamóttakan hf. býður upp á alhliða söfnunarþjónustu spilliefna. Efnamóttakan útvegar heppileg ílát, hvort sem um er að ræða spilliefni, raftæki, trúnaðarskjöl, matarolíu, málma, veiðarfæri eða önnur endurvinnsluefni.
Við komum svo og sækjum ílátið þegar það er orðið fullt, oftast innan tveggja sólarhringa frá því að óskað var eftir losun. Að öllu jöfnu er komið með skiptiílát í staðinn, nema þess sé ekki óskað.
Efnamóttakan hefur tekið upp pöntunarform á vefnum þar sem viðskiptavinir geta fært inn beiðnir um losun. Smellið hér til að panta losun!