18.11.2019
Í síðustu viku fóru fram fjórir íbúafundir á Vestfjörðum. Markmið fundanna var að kynna núverandi flokkunarfyrirkomulag í sveitarfélaginu og svara spurningum um sorphirðu og söfnun endurvinnsluefna.
Lesa meira
23.02.2019
Hér ber að líta nýjan söfnunarbíl sem er að fara vestur á Ísafjörð. Þeir Gunnar Bragason forstjóri og Snorri Sigurðsson verkstæðisformaður taka hér við bílnum af Eiríki Eiríkssyni frá Öskju.
Lesa meira
15.02.2019
Greinina skrifaði Stefán Gíslason hjá Environice en hún birtist fyrst í bæklingi um úrgangsmál og endurvinnslu sem var borin út á Ísafirði þegar lífræn söfnun hófst þar nýverið.
Nú er mikið talað um umhverfismál og mikilvægi þess að flokka allan úrgang sem best. En skiptir þessi flokkun einhverju máli? Fer þetta ekki hvort sem er allt í sama hauginn? Og hvers vegna ætti ÉG að vera að flokka allt ef HINIR gera það ekki líka?
Lesa meira
10.01.2019
Terra á Vestfjörðum hóf lífræna sofnun sorps í október og hefur tekið saman þessa greinargerð um framgang málsins:
Lífræna söfnun fór af stað í lok október og til áramót var vigtað inn 22 tonn. (22.130kg). Aftur á móti fór heimilissorp niður í kringum 35 tonn mánaðarlega.
Ef við skoðum bara lífræna sem kom i gegnum heimilistunnu þá erum við að tala um 21%.
Annarsvegar erum við komin i 34% sem fer ekki lengur í urðun.
Ath. Þessi tölur eru bara yfir nóvember og desember. Við hlökkum mjög til að sjá hvernig þessi tölur þróast áfram.
*Frétt og mynd af bb.is 10.1.2019*
Lesa meira
03.12.2018
Það er allt að klárast á hirðingarsvæðinu fyrir lífræna úrganginn. Verið er að setja niður rotþró og rafmagn er komið í skúrinn þar sem vinnuaðstaða fyrir starfsmann verður.
Lesa meira
20.11.2018
Öll él lægir um síðir. Eftir mikla úrkomu um liðna helgi er komið hið besta veður.
Lesa meira
16.11.2018
11. október var skipað út 870 tonnum af járni sem mun fara til Hollands.
Fyrirtækið hringrás sér um vinnuna við járnið.
Þetta er járn af öllu Ísafjarðarsvæðinu og Vesturbyggðarsvæðinu auk Tálknafjarðar.
Skipið kom frá Grundartanga og mun halda til Reykjavíkur þar sem það fyllir sig.
Verkið gekk vel fyrir sig Járnapressan kom 6 sept.og hafist var handa við að klippa og pressa
10 sept. tveir menn unnu á vöktum í hálfan mánuð við að pressa og klipp járnið í réttar stærðir.
Það léttir mikið á vegakerfinu að geta flutt allt þetta járn sjóleiðina.
Síðast kom skip sem tók járn í nóvember 2016. Þannig að það hafa safnast 435 tonn á ári.
Lesa meira
16.11.2018
í góðaveðrinu sem hefur verið í vikunni komin þýða og veður gott til plægingar.
Strákarnir hafa verið að plægja streng fyrir virkjunaraðila á Dagverðardal.
Strengurinn liggur frá stöðvarhúsi í spennuhús sem mun taka við orkunni.
Lesa meira
16.11.2018
Jónas fór til Rvk með raftæki og spilliefni, kom með blandara til að nota við moltugerðina í bakaleiðinni.
Það er allt að komast á fulla ferð í moltugerðini.
Lesa meira