Umhverfisvegferð Bónus hófst má segja strax við stofnun fyrirtækisins árið 1989. Pappi var flokkaður frá öðru sorpi allt frá því að fyrsta Bónusverslunin opnaði í Skútuvogi það ár. Bónus hefur alltaf viljað vera í fararbroddi í þessum málum að sögn Ólafs Thors, markaðsstjóra Bónus. ,,Bónus hefur náð mjög góðum árangri í flokkun úrgangs,” segir Ólafur. ,,Mesti kostnaður í sorphirðu hefur verið í blönduðu sorpi. Þar, eins og annars staðar, hefur Bónus viljað vera fremst í flokki til þess að spara og þar af leiðandi verið rekið á þann hátt að við getum skilað sem mestum pening í vasa viðskiptavina okkar svo hefur Bónus alltaf litið á það sem samfélagslega skyldu að halda í við þróun í þessum málum,” segir hann.
- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir

