Í endurvinnslutunnuna getur þú sett allan pappa, pappír, plastumbúðir og málmumbúðir. Við flokkum efnið og komum því í réttan farveg til endurnýtingu.
Breytingar á þjónustu endurvinnslutunnu!
Við hjá Terra umhverfisþjónustu reynum að grípa hvert tækifæri til úrbóta og framþróunar, meðal annars með eftirfylgni ábendinga og verkefna þannig að stöðugum úrbótum sé viðhaldið.
Í upphafi ársins komu til sögunnar ný Hringrásarlög og breytingar á lögum um úrgangsmál. Með þessum lagabreytingum verður ekki hægt að bjóða upp á Endurvinnslutunnu Terra þar sem efnum er blandað saman í stað sérsöfnunar á hverjum flokki fyrir sig. Þess vegna er ekki lengur hægt að panta endurvinnslutunnu, en sveitarfélögum um land allt munu bjóða upp á sérsöfnun við heimilin. Endurvinnslutunnur sem nú eru í þjónustu verða því fjarlægðar, en nánari tímasetning á því verður kynnt sérstaklega.