Í endurvinnslutunnuna getur þú sett allan pappa, pappír, plastumbúðir og málmumbúðir. Við flokkum efnið og komum því í réttan farveg til endurnýtingu.
Sparaðu þér sporin með endurvinnslutunnunni.
Verð á losun:
240 lítra tunna losuð á 4 vikna fresti: 1.550 kr. hver losun
360 lítra tunna losuð á 4 vikna fresti: 2.325 kr. hver losun
660 lítra kar losað á 4 vikna fresti: 4.650 kr. hver losun
1000 lítra kar losað á 4 vikna fresti: 5.990 kr. hver losun
Breytingar á þjónustu endurvinnslutunnu!
Við hjá Terra umhverfisþjónustu reynum að grípa hvert tækifæri til úrbóta og framþróunar, meðal annars með eftirfylgni ábendinga og verkefna þannig að stöðugum úrbótum sé viðhaldið.
Ákveðið hefur verið að gera breytingar á losunarhringjum endurvinnslutunna til að tryggja umhverfisvænni aksturshring og til þess að þjónustan verði áreiðanlegri.
Hér eftir verða endurvinnslutunnur losaðar á fjögurra vikna fresti. Það má gera ráð fyrir að einhver skörun og dráttur verði nú fyrst um sinn á meðan við erum að aðlaga þjónustuna.
Ein tunna losuð á fjögurra vikna fresti dugar ekki, hvað geri ég þá?
Þú getur valið aðra af þessum 2 leiðum:
- Fengið aðra 240 lítra tunnu (og ert þá með tvær tunnur). Þær eru losaðar á fjögurra vikna fresti. Við komum til þín með auka tunnuna þér að kostnaðarlausu.
- Fengið stærri tunnu, 360 lítra í stað 240 lítra. Verð á 360 lítra tunnu er 2.325 kr. fyrir hverja losun. Við komum til þín og skiptum um tunnu þér að kostnaðarlausu
Sendu póst á terra@terra.is til að staðfesta hvaða leið þú vilt velja
Ég er með stórt kar fyrir húsfélag sem dugar ekki miðað við tíðni losana.
Þú getur fengið annað kar. Verð á losun kara er 4.650 kr. fyrir hverja losun. Við komum til þín með auka kar þér að kostnaðarlausu.
Sendu póst á terra@terra.is til að staðfesta þetta.
Ég vil hætta að vera með endurvinnslutunnuna
Tekið er við uppsögnum á netfanginu terra@terra.is
Upplýsingar sem þurfa að koma fram í póstinum eru eftirfarandi:
Taka fram að um endurvinnslutunnu sé að ræða
Kennitala, heimilisfang og símanúmer greiðanda
Þá tökum við endurvinnslutunnuna úr áskrift hjá þér og komum við fyrsta tækifæri að sækja hana til þín þér að kostnaðarlausu.