- Fyrirtæki
- Heimili
- Um Terra
Krókgámarnir okkar eru í stærðum 7–30 m3 og fást bæði opnir og lokaðir. Gámarnir henta vel við framkvæmdir og þar sem stendur til að blanda nokkrum efnisflokkum saman í einn gám.
Í Endurvinnslutunnu Terra getur þú sett allan pappa, pappír, plastumbúðir og málmumbúðir. Við flokkum efnið og komum því þangað sem það gerir mest gagn.
Sparaðu þínu húsfélagi sporin með endurvinnslutunnu Terra.
Hægt er að panta endurvinnslutunnuna hér
Í Garðatunnu Terra má setja allan garðaúrgang og hún er svo Losuð reglulega, áskrift miðast við að tunnan sé losuð á tveggja vikna fresti yfir sumarmánuðina. Tunnan er ætluð garðeigendum sem vilja þægilega leið til að losna við garðaúrgang og koma honum þannig til motugerðar.
Moltan er blanda af þeim lífræna úrgangi sem við söfnum hjá fyrirtækjum og stofnunum, hrossataði og trjáúrgangi sem búið er að fara í gegnum hitameðferð. Terra hefur fengið mat Umhverfisstofnunar um að sá úrgangur sem endurnýttur er í jarðgerð fyrirtækisins telst ekki lengur úrgangur og flokkast sem vara. Þannig komum við þeim lífræna úrgangi aftur inní hringrásina í formi jarðvegsbætis, í stað þess að hann endi í urðun.
Timburkurl er afrakstur innlendrar endurvinnslu en það er tætt úr því timbri sem berst til okkar. Kurlið þykir vinsælt í runna- og blómabeð í görðum, í stíga á útivistarsvæðum og sem undirburður í gripahúsum. Kurlið er heimkeyrt á höfuðborgarsvæðinu.
Um er að ræða timburkurl en ekki trjákurl.
Hægt er að panta kurl heimsent hér
221 Hafnarfirði
Kt: 410283-0349
Netfang: terra@terra.is
Sími: 535-2500
Neyðarnúmer: 660-2800