230, 232, 233

Almennur úrgangur

Í almennu gráu tunnuna fer sá úrgangur sem ekki er endurvinnanlegur. 

Dæmi um þennan úrgang er t.d. bleijur, matarleifar, úrgangur frá gæludýrahaldi, umbúðir úr blönduðu hráefni sem ekki er hægt að skilja í sundur og úrgangur sem ekki er hægt að hreinsa.

Almenna tunnan er losuð á tveggja vikna fresti.

Sorphirðudagatal 2019

Endurvinnslutunnan

Eftirfarandi flokka má setja lausa í grænu tunnuna eða í glærum pokum:

Dagblöð og tímarit.

Pappír, bæklingar, umslög og ruslpóstur.

Sléttur pappi/bylgjupappi s.s. hreinir pizzukassar og morgunkornspakkar.

Málmar s.s. niðursuðudósir og lok af glerkrukkum.

Plastefni, s.s. brúsar, plastfilmar, plastdósir, plastpokar, frauðplast, plast utan af áleggi og plastöskjur.  Skola þarf efnið og losa tappa af brúsum.

Fernur, skolaðar og samanbrotnar.

Ekki gler vegna slysahættu við flokkun!

Endurvinnslutunnan er losuð á tveggja vikna fresti þar sem það þarf eða á fjögurra vikna fresti þar sem það reynist nægilegt.

Sorphirðudagatal 2019

Flokkunarleiðbeiningar

Mikilvægar upplýsingar og flokkunarleiðbeiningar fyrir endurvinnslu má sjá hér.