Við hvetjum alla okkar viðskiptavini til að sækja um aðgang að Mínum síðum og nota þær markvisst. 

Við erum sífellt að betrumbæta Mínar síður.  Gleður okkur að segja frá því að núna getur þú einnig pantað losanir á Mínum síðum.

Ef þú ert ekki nú þegar með aðgang getur þú óskað eftir honum með því að smella hér fyrir neðan textann.

Á Mínum síðum er að finna nytsamlegar upplýsingar sem snúa að samstarfi Terra og þíns fyrirtækis.

Þar er m.a. að finna:

  • Magntölur: Veita þér upplýsingar um endurvinnsluhlutfall á móti urðunarhlutfalli. Einnig getur þú borið saman magntölur milli mánaða og ára.
  • Yfirlit reikninga: Þú getur prentað út eða vistað á pdf, fært yfir í excel eða CSV skrá.
  • Flokkunarhlutfall: Getur þú séð niður á mánuði/ár og eftir verkstöðum. Auk þess er hægt að sjá skiptingu úrgangs niður á úrgangsflokka.
  • Ílát: Yfirlit yfir þau ílát sem þú ert með á leigu: stærð íláta, tegund þeirra og á hvaða verkstað þau eru staðsett á.
  • Losanir: Getur fylgst með hvenær næstu losanir eru hjá þér og getur sent inn beiðnir um breytingar á losunartíðni hvers verkstað þau eru staðsett á.
  • Panta losanir: Getur pantað losanir í gegnum Mínar síður.
  • Hreyfingarlistar: Sýnir sýna stöðu fyrirtækisins ásamt yfirliti yfir reikninga og greiðslur.
  • Heildaryfirlit: Yfir alla þá þjónustu sem þú hefur fengið, niður á hverja einustu færslu sem framkvæmd hefur verið og séð allar losanir og þyngdir úrgangs niður á verkstað
  • BREEAM skýrsla: Skýrslan sem þú nálgast á Mínum síðum hjálpar þér að fylgja BREEAM umhverfisvottunar ferlinu við nýbyggingar, framkvæmdir og að geta skilað af sér traustum, rekjanlegum úrgangstölum og umhverfisfótspori við losun úrgangs.

Mínar síður – innskráning

Sækja um aðgang að Mínum síðum