- Fyrirtæki
- Heimili
- Um Terra
Moltan þykir kraftmikill jarðvegsbætir sem gott er að blanda við mold í hlutföllunum 1/3 (1 hluti molta 2 hlutar mold) eða dreifa moltunni yfir beð og grasflatir í þunnu lagi.
Moltan er heimkeyrð á höfuðborgarsvæðinu (póstnúmer 101-225 og 270-271) í stórsekk ca. 0,5m3 og hægt er að panta hana hér að neðan.
Athugið að moltan er heimkeyrð á þriðjudögum og fimmtudögum.
Verðið hér að neðan er verð með akstri.
Einnig er hægt að nálgast moltuna hjá okkur í Berghellu 1, en þá er keyrt framhjá byggingu merktri skrifstofu, inn um hlið og lagt við vigtarskúr. Moltan er afhent í vigtarskúrnum þar sem einnig er tekið á móti greiðslu fyrir hvern sekk að upphæð 5.969 kr stykkið.
Hægt er að skila sekknum aftur til okkar þar sem honum er komið í endurvinnsluferli án skilagjalds.
Vinsamlegast athugið ef pantaðir eru fleiri sekkir, veljið þá fjölda sekkja, en magn skal ávallt vera 1. Einingarverð pr sekk er ódýrara ef pantaðir eru 2 eða fleiri sekkir.
Timburkurl er vinsælt í runna- og blómabeð í görðum, í stíga á útivistarsvæðum og sem undirburður í gripahúsum. Kurlið er heimkeyrt á höfuðborgarsvæðinu (póstnúmer 101-225 og 270) í stórsekk ca. 0,5m3
Um er að ræða timburkurl en ekki trjákurl.
Athugið að kurlið er heimkeyrt á þriðjudögum og fimmtudögum.
Verðið hér að neðan er verð með akstri.
Einnig er hægt að nálgast kurlið hjá okkur í Berghellu 1, en þá er keyrt framhjá byggingu merktri skrifstofu, inn um hlið og lagt við vigtarskúr. Kurlið er afhent í vigtarskúrnum þar sem einnig er tekið á móti greiðslu vegna afhendingar að upphæð 5.969 kr.
Hægt er að skila sekknum aftur til okkar þar sem honum er komið í endurvinnsluferli án skilagjalds.
Vinsamlegast athugið ef pantaðir eru fleiri sekkir, veljið þá fjölda sekkja, en magn skal ávallt vera 1. Einingarverð pr sekk er ódýrara ef pantaðir eru 2 eða fleiri sekkir.
Heimajarðgerð - jarðgerðartunna er safntunna þar sem lífrænum úrgangi er safnað til niðurbrots. Jarðgerð er meðhöndlun á lífrænum úrgangi tilvalin fyrir þá sem búa í dreifbýli sem og garðaeigendur í þéttbýli. Jarðgerðartunnan er einangruð sem bæði flýtir fyrir niðurbrotsferlinu og gerir henni kleift að standa úti við íslenskar aðstæður.
Við viljum benda á stoðefni frá Kompostströ sem hjálpar að umbreyta lífrænum úrgangi í næringarríkan rotmassa. Sjá nánar tengdar vörur hér að neðan.
Hægt er að nálgast alla varahluti sem við seljum í tengdar vörur.
Spennusett fyrir 375ltr jarðgerðartunnu. 12 stk seld saman í pakkningu. Spennusettið er varahlutur í jarðgerðartunnu og virka klemmurnar til að halda tunnunni saman. Ef að klemmurnar sem fylgja með tunnunni skemmast þá er hægt að nota settið sem varahlut.
Stoðefni vegna jarðgerðar kemur í 50ltr pokum. Með hjálp Kompostströ stoðefnisins er jafnvægi kolefnis, köfnunarefnis og rakainnihald jarðvegsins stjórnað, sem leiðir þannig til bestu aðstæður til að umbreyta lífrænum úrgangi í næringarríkan rotmassa.
Loftunarstafur er notaður til að hræra í heimajarðgerðartunnunni og hleypa þannig súrefni að lífræna úrganginum. Það flýtir fyrir niðurbroti úrgangsins.
Plokkarinn er gæðagripur, vandlega smíðaður og endingargóður; langur og sterkbyggður svo að tínslan verður bæði létt og fljótleg.
Tínan er 92 cm á lengd með góðu gripi
Pokarnir eru glærir og sterkir sem gerir þá hentuga í sorpplokk. Hver poki tekur 125 lítra og í einni rúllu eru 25 pokar. Hver kassi inniheldur 6 rúllur. Við erum aðeins að selja þessa poka í kassavís.
Flora pokahaldari sem kemur sér vel í plokki til að halda plastpokanum alltaf opnum. Ummál á pokahaldaranum er 40cm.
Léttur, sterkur og risastór. Pokann er hægt að fá í tveimur stærðum XL (1.0 tonn) og XXL (1.5 tonn). Risapokinn er frábær lausn fyrir úrgang sem víða fellur til, svo sem við húsabreytingar, garðvinnu og fleira. Þarftu að losna við gamalt baðkar? Gamalt salerni, WC o.s.frv. Þá hentar risapokinn mjög vel.
Málin eru 90cm lengd, 90cm breidd, 70cm hæð.
Þú fyllir risapokann og við náum í hann (sú þjónusta er aðeins í boði á höfuðborgarsvæðinu - athugið að greitt er sérstaklega fyrir aksturinn og úrvinnslugjald 24.377 kr með vsk á hvern poka).
Nánari upplýsingar í síma 535 2500 eða netfangið terra@terra.is.
Léttur, sterkur og risastór. Pokinn í XXL stærð tekur 1.5 tonn, það er líka hægt að fá XL poka sem tekur 1.0 tonn. Risapokinn er frábær lausn fyrir úrgang sem víða fellur til, svo sem við húsabreytingar, garðvinnu og fleira. Þarftu að losna við gamalt baðkar? Gamalt salerni, WC o.s.frv. Þá hentar risapokinn mjög vel.
Málin eru 90cm lengd, 180cm breidd, 70cm hæð.
Þú fyllir risapokann og við náum í hann (sú þjónusta er aðeins í boði á höfuðborgarsvæðinu - athugið að greitt er sérstaklega fyrir aksturinn og úrvinnslugjald 33.340 kr með vsk á hvern poka).
Nánari upplýsingar í síma 535 2500 eða netfangið terra@terra.is.
221 Hafnarfirði
Kt: 410283-0349
Netfang: terra@terra.is
Sími: 535-2500
Neyðarnúmer: 660-2800