- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Mikilvægi þess að huga að aðkomu söfnunaríláta við heimili og fyrirtæki
Rétt aðstaða fyrir ílát skiptir sköpum bæði fyrir íbúa eða starfsmenn og þá sem sjá um að hirða úrgang. Þegar vel er hugsað fyrir aðkomu að ílátum, eykst öryggi, skilvirkni og hreinlæti – auk þess sem það sparar tíma og kostnað til lengri tíma.
Aðgengi fyrir úrgangshirðun
Starfsfólk sem sinnir úrgangshirðun vinnur við krefjandi aðstæður. Þeir þurfa að geta nálgast tunnur auðveldlega, án þess að klifra yfir hindranir, ganga um óslétt undirlag eða þurfa að færa hindranir úr vegi. Hrein og greið aðkoma tryggir bæði öryggi þeirra sem losa ílátin og skilvirka þjónustu.
Veður og aðstæður
Á Íslandi ráða veðuraðstæður miklu. Mikilvægt er að ílátin standi á stöðugum fleti þar sem hvassviðri eða hálka skapa ekki hættu. Ef þau fjúka til getur það valdið slysum eða skemmdum á eigum. Í kulda og snjó er einnig nauðsynlegt að moka og sanda að tunnustæði svo aðgengi sé öruggt.
Fyrir þá sem nota ílátin
Þeir sem henda úrgangi þurfa einnig greiðan og öruggan aðgang að ílátunum. Ef ílátin eru illa staðsettar eða aðgengi erfitt getur það leitt til þess að úrgangur endi utan tunnu – sem veldur sóðaskap og getur dregið úr árangri í flokkun.
Samfélagsleg ábyrgð
Með því að huga að aðkomu söfnunaríláta sýnum við virðingu fyrir starfsfólki sem sinnir söfnun úrgangs, stuðlum að öryggi nágranna okkar og tryggjum að úrgangur sé meðhöndlaður á ábyrgan hátt. Þetta er einföld en mikilvæg leið til að stuðla að hreinlegra og öruggara umhverfi.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin alla virka daga: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin í Vestmannaeyjum er opin virka daga: 10:00-18:00 og helgar 11:00-16:00
Móttökustöðin Akranesi er opin mán, þri, mið og fös: 10:00-18:00, fim 10:00-20:00 og lau 9:00-15:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00