Kanntu brauð að baka, djók smákökur!

Veistu hvað á að gera við allan þann úrgang sem fellur til við jólabaksturinn?

Ekki er ólíklegt að fólk telji að flokka eigi bökunarpappír með pappír en það er svo mikið rangt. Bökunarpappírinn fer með blandaða úrganginum þar sem pappírinn er með áferð sem veldur því að það festist ekkert við hann og er því ekki hreinn pappír.

Hérna eru nokkrir flokkar í viðbót sem vert er að huga að:

Eggjabakki               👉        Pappír

Eggjaskurn              👉        Matarleifar

Tómur hveiti poki   👉        Pappír

Umbúðir af smjöri 👉        Blandaður úrgangur  

Smáköku klúður    👉        Matarleifar

Minnum þó á að ljótar smákökur bragðast jafn vel og fallegar, en ef þær gleymast í ofninum og brenna hvetjum við þig til að setja í pokann með matarleifunum.