Við viljum minna viðskiptavini okkar á að frá og með áramótum mega fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Reykjanesi og Suðurlandi ekki nota sterkjupoka/maíspoka undir matarleifar.

Sorpa mun ekki taka á móti matarleifum nema þær séu í bréfpokum sem brotna betur niður og festast ekki í vélbúnaði GAJ​A, sem er gas- og jarðgerðarstöð í rekstri Sorpu.

Á vef okkar, terra.is má sjá þær lausnir sem við erum að bjóða upp á þessa stundina.

Pokar, grindur og trekt.

Saman náum við árangri!