Fyrstu djúpgámar fyrir utan höfuðborgarsvæðið hafa verið teknir í notkun og það á Akureyri.

Um er að ræða djúpgáma fyrir fjóra flokka; blandaðan úrgang, pappír, plast og matarleifar.

Þessa djúpgáma er að finna í Kjarnagötu 55-57 og hafa þeir vakið mikla lukku hjá íbúum enda erum við hjá Terra afskaplega stolt af þessum gámum okkar sem eru snyrtilegar og stílhreinar lausnir þegar kemur að úrgangsmálum. Þessir Djúpgámar eru læstir og eru það sömu lyklar sem ganga að þeim og eru af sameigninni svo það á enginn að geta hent úrgangi í þessa gáma ef viðkomandi er ekki búsettur í Kjarnagötu 55-57.

Terra hefur selt yfir 700 djúpgáma á höfuðborgarsvæðinu og hlakkar okkur til að sjá fleiri slíka í notkun á landsbyggðinni.

Ekki hika við að senda okkur línu ef það eru einhverjar fyrirspurnir um þessa lausn okkar