Hér má sjá djúpgáma frá Terra sem Byggingarfélagið Bestla settu við nýtt fjölbýlishús á Akranesi.
 
Á meðal kosta djúpgáma er minna viðhald, aukið rúmtak og þar með færri losanir, færri losanir þýðir síðan minni kostnaður.
 
Einnig eru djúpgámar sterkir og endingargóðir, þéttir og þola vel íslenskt veðurfar.
 
Djúpgámar hafa verið til sölu hjá okkur síðan 2014 og síðan hefur margfaldast á undanförnum árum en það hefur einnig aukist að gert sé ráð fyrir djúpgámum í nýjum hverfum og lóðum. Mikilvægt er að reikna út hvað til dæmis kostar að setja niður djúpgáma á móti því hvað kostar að taka hluta af húsinu undir geymslur fyrir úrgang og endurvinnsluefni.
 
Svo er hægt að breyta tunnugeymslunni (í eldri húsum) í hjólageymslu.
 
Djúpgámarnir koma tilbúnir og hægt er að fá raflæsingu á gámana þannig að hægt sé að aðgangsstýra fyrir hvern og einn.