Af hverju er mikilvægt að flokka og endurvinna?

Þegar auðlindir eins og málmar, olía, matvæli eða annað er af skornum skammti í heiminum er ekki vænlegt að sóa þessum auðlindum með því að grafa þau í jörðu. Besti kosturinn er að koma þeim aftur út í hringrásarhagkerfið.

Því er nauðsynlegt að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum úrgangs með því að draga úr myndun hans, þ.e. með því að nýta hluti vel og forðast einnota hluti. Sé það hins vegar ekki mögulegt er næstbesti kosturinn sá að leggja áherslu á að hluturinn komist í endurvinnslu.

Það er hlutverk okkar að hráefnið sem á uppruna sinn á jörðinni verð nýtt til hið ítrasta í stað þess að ganga sífellt meira á jörðina með því að sækja ný hráefni.

Flest það sem við notum á hverjum degi er hægt að endurvinna. Timbur, plast, gler og pappír missir ekki eiginleika sína þó að við getum ekki lengur nýtt það í sitt upprunalega hlutverk, Málmur er dæmi um eitthvað sem er hægt að margnota án þess að verðmæti þeirra minnki. Pappír er hægt að endurvinna allt að sjö sinnum án þess að hann tapi gæðum.

Þegar kemur að skaðlegum efnum, með öðrum orðum spilliefnum þarf að flokka sérstaklega þar sem þann efnivið er bannað að urða eða brenna. Dæmi um slík efni eru, rafhlöður, olíumálning og lyf. Slíkt þarf að farga á vandasaman hátt.