- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Mikilvægt er að flokka nikótínvörur rétt – til að vernda náttúruna og koma í veg fyrir eldhættu
Nýtt neyslumynstur hefur orðið til með tilkomu rafrettna, nikótínpúða og annarra nikótínvara – en því miður hefur ekki alltaf fylgt með næg fræðsla um hvernig á að farga þessum vörum á réttan hátt. Röng flokkun getur haft alvarlegar afleiðingar bæði fyrir náttúru og það fólk sem starfar við úrgangsmál.
Hvers vegna skiptir rétt flokkun máli?
Nikótínvörur og fylgihlutir þeirra – t.d. rafrettur, einnota rafrettur, rafhlöður og notaðir nikótín púðar – innihalda oft eiturefni og málma sem geta mengað jarðveg og vatn ef þeim er fargað með blönduðum úrgangi. Í sumum tilfellum geta þessar vörur jafnvel valdið eldhættu þegar þær enda í sorpílátum eða söfnunarbílum, sérstaklega ef um er að ræða rafhlöður.
❗Ein lítil rafhlaða getur skapað eldhættu sé henni hent með blönduðum úrgangi
❗ Nikótín í notuðum púðum og sígarettum getur valdið eitrun í náttúrunni – jafnvel dýrum sem geta gleypt þau.
Hvað á að gera við þessar vörur?
Tegund |
Réttur flokkunarstaður |
Einnota rafrettur |
Rafhlöðu- eða raftækjasöfnun |
Endurhlaðanlegar rafrettur |
Raftæki (hægt að fara með í móttökustöð eða í Efnaeyðingu hjá Terra) |
Notaðir nikótínpúðar Umbúð af nikótínpúðum |
Flokkast með blönduðum úrgangi Mikilvægt að tæma og setja svo með plasti |
Sígarettur |
Blandaður úrgangur – aldrei í matarleifar! |
Rafhlöður og hleðslur |
Í sérmerkt ílát fyrir rafhlöður |
👉 Ef þú ert í vafa, þá ekki hika við að senda okkur línu
Sameiginleg ábyrgð
Það er á ábyrgð okkar allra – neytenda, dreifingaraðila og sveitarfélaga – að tryggja að þessar vörur fari ekki í röng ílát. Með réttri flokkun verndum við ekki aðeins náttúruna heldur líka heilsu þeirra sem vinna við móttöku og flokkun úrgangs.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin alla virka daga: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin í Vestmannaeyjum er opin virka daga: 10:00-18:00 og helgar 11:00-16:00
Móttökustöðin Akranesi er opin mán, þri, mið og fös: 10:00-18:00, fim 10:00-20:00 og lau 9:00-15:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00