- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Terra hvetur landsmenn til að plokka upp flugeldasorp um áramótin.
Endurvinnslustöðvar Sorpu opna á nýju ári þann 2.janúar, þar sem finna má gáma undir flugelda.
Stjörnuljós má flokka í ílát undir málma. Ósprungna flugelda skal alltaf meðhöndla og flokka sem spilliefni.
Pappinn sem finna má í ýmsum flugeldum er ekki hæfur til endurvinnslu en ástæðan er leirinn sem er notaður í botninn t.d á flugeldaskottertum. Vinsamlegast setjið þann úrang ekki í pappírstunnu heimilisins.
Allir landsmenn eru hvattir til þess um áramótin að styðja björgunarsveitirnar með fjárframlögum eða flugeldakaupum, en ekki síður að hefja nýtt ár á því að skella sér út í labbitúr og plokka allt flugeldasorp sem víða má sjá eftir fjörugt gamlárskvöld. Þetta er góð byrjun á nýju ári, að hreinsa upp gamla árið, hreinsa umhverfið, en það er fátt hollara fyrir líkama og sál en að plokka.
Göngum vel um og komum í veg fyrir að flugeldasorp grotni niður og verði að drullu og sóðaskap.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin alla virka daga: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin í Vestmannaeyjum er opin virka daga: 10:00-18:00 og helgar 11:00-16:00
Móttökustöðin Akranesi er opin mán, þri, mið og fös: 10:00-18:00, fim 10:00-20:00 og lau 9:00-15:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00