Stór fjárfesting sem færir flokkun og endurvinnslu á Íslandi á annað stig.

Í vor fjárfestum við hjá Terra í nýjum sjálfvirkum flokkara sem mun vera einn sá fullkomnasti á Norðurlöndum. Þetta er ný tækni í flokkun og endurvinnslu; vél sem notar stafræna tækni, ljósmyndaminni og fleira. Þessi nýja vél, sem við köllum Fróða, er stór fjárfesting sem færir flokkun og endurvinnslu á Íslandi á annað stig. Hægt er að flokka endurvinnsluefni mun nákvæmar og betur en áður sem er í takt við kröfur endurvinnslufyrirtækja. Nú er í fyrsta sinn á Íslandi hægt að flokka plast eftir efniseiginleikum sem getur stutt við íslenska plastendurvinnslu, og fyrstu skrefin í þá átt hafa verið tekin. Við erum að hefja mjög spennandi samstarf með öðrum íslenskum fyrirtækjum í efla íslenska plastendurvinnslu og minnka þar með mengun og stíga um leið spennandi skref í áttina að hringrásarhagkerfi – þar sem við lítum á úrganginn sem verðmæti, sem við endurnýtum aftur og aftur.