Terra flutti út tæp 1500 tonn af plasti á árinu 2020. Alls 67% af öllu plasti sem flutt var út fór í endurvinnslu og 33% orkuvinnslu.

Allt plast sem Terra flytur út er sent til fyrirtækja í Norður-Evrópu þar sem fram fer nánari flokkun og skoðun. Hreint og vel flokkað plast á heimilum og hjá fyrirtækjum tryggir betri endurvinnslu, en við getum verið ágætlega sátt við 67% endurvinnsluhlutfall. Svona árangur næst ekki nema með víðtækri samvinnu allra. Höldum áfram að flokka. Það skiptir máli.

Skiljum ekkert eftir