Hjá Terra umhverfisþjónustu eru svokallaðar Tetra Pak umbúðir svo sem fernur og fleira flokkað frá öðrum pappír og flutt til endurvinnslufyrirtækisins Peute Recycling í Hollandi.

Peute kemur efninu í sérstaka tetrapak endurvinnslu sem sannanlega hefur starfsleyfi til slíks rekstrar.

Við höfum staðfestingu frá Peute að þau fyrirtæki sem hafa tekið Tetra Pak frá Terra umhverfisþjónustu til endurvinnslu eru:

  • Raubling Papier GmbH, Rosenheimer Straße 37, 83064, Raubling, Deutschland (via Veolia Dresden)
  • Fabryka Papieru i Tektury Beskidy Sp. Z o.o., Ul. Chopina 1 Pl -34-100 Wadowice, Poland.