Um leið og við óskum lesendum okkar gleðilegra jóla, viljum við deila með ykkur sjö ráðum um hvernig flokka megi úrgang og endurvinnsluefni sem tengjast jólahátíðinni.

7 góð flokkunarráð:

  1. Mandarínukassar flokkast sem timbur og eru endurvinnslustöðvum land allt  með ílát undir timbur. 
  2. Jólaseríur flokkast í sérstök ílát fyrir seríur eða með öðrum raftækjum á endurvinnslustöðvum. 
  3. Gjafapappír flokkast með öðrum pappír og sama gildir um merkisspjöldin.
  4. Pakkabönd flokkast sem blandaður úrgangur en sérstök pakkabönd úr líni flokkast með öðru líni. 
  5. Sprittkertabikarar flokkast með málmi.
  6. Gervijólatré sem eru ónýt eru flest með málmgrind og ber að flokka þau sem blandaðan úrgang nema öll "greni" hafi verið fjarlægð þá eru þau flokkuð sem málmur. 
  7. Lifandi jólatré flokkast sem garðúrgangur sem má skila á móttökustöðvar.  Ýmis íþróttafélög bjóða einnig upp á þá  þjónustu að sækja tréið heim gegn gjaldi.  

Gleðilega hátíð!