Breytum úrgangi í auðlind. 
Frá upphafsdögum fyrirtækisins höfum við safnað matarolíu. Nú förum við með þessa olíu og hreinsum hana og notum hana á tækin okkur. Sjá hér.
 
Terra skilgreinir sig sem hringrásarfyrirtæki og þetta verkefni er í takt við stefnu um sjálfbærni og hringrásarhagkerfi.
Hringrásarhagkerfi miðast við að hámarka verðmætin og auðlindirnar, auka endurnotkun og endurvinnslu. Stærsti þátturinn í þessu kerfi er almenn flokkun á úrgangi og endurvinnsla þar sem reynt er eftir fremsta megni að halda efnislegum vörum og verðmæti þeirra og innihaldi inni í hagkerfishringnum eins lengi og mögulegt er.
Matarolía getur verið skaðleg ef henni er hellt beint í niðurföll en er til bóta ef hún er flokkuð og endurunnin.
 
Skiljum ekkert eftir