Við hjá Terra höldum áfram að vinna markvisst í að gera bílaflota okkar umhverfisvænni.
 
Um daginn tókum við hjá Terra á móti þremur nýjum Scania L340 metan afturhlaðningsbílum.
Um er að ræða nýjustu kynslóð metanbíla sem eru enn umhverfisvænni og hagkvæmari en eldri gerðir. Þeir eru með 9 lítra vél sem skilar 340 hestöflum með tog allt frá 1350Nm upp í 20000 Nm, sem gerir þessi tæki gríðarlega öflug.
 
Þessi kaup koma heim og saman við stefnu Terra um að minnka kolefnisfótspor, ásamt því eru þessi bílar mun hljóðlátari sem dregur verulega úr hljóðmengun. Þessir bílar koma til með að sinna heimilis og fyrirtækja úrgangshirðu og leysa því af dísel knúna bifreiðar sem þar voru til staðar.