Þegar við vorum að rýna gögn varðandi úrgangstölur og flokka frá viðskiptavinum okkar til að finna vinningshafa Umhverfisverðlauna Terra fyrir árið 2023 sáum við að það væri þörf á að tilnefna einnig vinningshafa af landsbyggðinni. Það eru ansi mörg fyrirtæki sem eru í viðskiptum hjá okkur búin að bæta sig mikið á milli ára í flokkun sem skilar hreinni straumum og hærra hlutfalli heildarúrgangs sem fer í endurvinnslu.

Það gleður okkur að tilkynna vinningshafa Umhverfisverðlauna Terra 2023 á landsbyggðinni, en það er Norðurorka.

Norðurorka hefur sett fordæmi fyrir því hversu vel má flokka allt sem til fellur hjá stóru fyrirtæki. Hlutfall sem er urðað eða sent í brennslu er í algjöru lágmarki. Það samræmist stefnu Terra um að skilja ekkert eftir gríðarlega vel.

Norðurorka hefur tileinkað sér þær nýjungar sem Terra býður upp á, hefur verið reiðubúin að prófa nýjar lausnir og gefið sitt álit á virkni þeirra.

Hér á myndinni  má sjá Eyþór Björnsson, forstjóra Norðurorku taka á móti verðlaununum úr hendi Helga Pálssyni sem er rekstrarstjóri Terra á Norðurlandi.

Við óskum Norðurorku innilega til hamingju með verðlaunin.