- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Terra hefur unnið útboð um sorphirðu fyrir sveitarfélögin Norðurþing og Tjörneshrepp. Þjónustan hófst formlega 1. október og nær til allra íbúa á þjónustusvæðinu, sem spannar bæði þéttbýli og dreifbýli á svæðinu.
Um er að ræða verkefni sem Terra hefur áður sinnt á liðnum árum, en ekki síðastliðin ár. Það er því sérstaklega ánægjulegt að taka aftur við þjónustunni og styrkja þannig stöðu fyrirtækisins á Norðurlandi. Með nýjum samningi bætist Norðurþing á ný við fjölbreytt þjónustusvæði Terra, sem spannar nú fjölda sveitarfélaga og fyrirtækja víðs vegar um landið.
Verkefnið felur í sér reglubundna sorphirðu íbúa, rekstur gáma og söfnunaríláta auk ráðgjafar og stuðnings við sveitarfélögin um úrgangsstjórnun og flokkun. Mikil áhersla er lögð á að veita íbúum skilvirka og áreiðanlega þjónustu, ásamt því að styðja við markmið sveitarfélaganna um aukna endurvinnslu og ábyrgari úrgangsmeðhöndlun í takt við ný lög og reglugerðir.
Við erum stolt af trausti sveitarfélaganna og hlökkum til að vinna með þeim að því að tryggja íbúum Norðurþings og Tjörneshrepps góða, örugga og umhverfisvæna þjónustu. Þetta samstarf fellur vel að stefnu okkar um að styðja við sjálfbærni og að hjálpa samfélögum um allt land að ná betri árangri í úrgangsmálum.
Samstarfið við sveitarfélögin er þegar hafið og verður áfram unnið í nánu samráði við þau, með það að markmiði að þjónustan verði bæði sveigjanleg og í samræmi við þarfir íbúanna.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin alla virka daga: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin í Vestmannaeyjum er opin virka daga: 10:00-18:00 og helgar 11:00-16:00
Móttökustöðin Akranesi er opin mán, þri, mið og fös: 10:00-18:00, fim 10:00-20:00 og lau 9:00-15:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00